Frábært
16.11.2007 | 13:07
YESSSS!!!
Nú getur maður aftur farið að sofa rólegur. Ó, þið yndislegu og íðilfögru kryddmeyjar. Ég gleðst yfir því að raddir ykkar hljóma saman á ný eftir alltof langan aðskilnað. Í gegnum gleðitár og vota hvarma koma mér í hug ljóðlínur þjóðskáldsins, sem á einmitt afmæli í dag:
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
Kryddpíurnar aftur saman á sviði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ljóð, Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Athugasemdir
Amen!... og þá er kúmen gott krydd.
Ásgeir Rúnar Helgason, 22.11.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.