Að hafa hjartað á réttum stað?
6.10.2007 | 12:57
Ég komst að því núna fyrir skömmu að hjartað í mér er í sjónvarpinu.
Þann 1. okt. s.l. átti ég eins árs vígsluafmæli. Þann 1. okt. 1987 hófust sjónvarpsútsendingar á fimmtudögum á rúv. Ég var hér búinn að setja mig í heilmiklar stellingar á blogginu og áformaði mikil skrif um þessi merku tímamót á rúv. En ég bloggaði nú reyndar ekkert um það.
En ég man þegar ákveðið var að sjónvarpa á fimmtudögum að þá hugsaði ég: "hvern fjandann ætla menn að sýna? Er ekki verið að sýna allt sjónvarpsefni sem til er í dag?" Ég sá fyrir mér að fimmtudagar yrðu svona endursýningarkvöld, "best of" á dagskrá vikunnar.
En svo vara bara til heilmikið efni. Já það sem afdalamaður að norðan varð hissa.
Semsagt ég mundi ekkert eftir prestsvígslu minni 1. okt. fyrir ári síðan, en mundi eftir sjónvarpi í fimmtudögum fyrir 20 árum.
Athugasemdir
Það er þetta með skammtímaminnið,,, það kemur einn góðan veður dag.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, 8.10.2007 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.