Endurnýjuð kynni af Birtingi
23.9.2007 | 10:56
Í Reykjavíkurferð okkar hjóna hef ég verið að endurnýja kynni mín af Birting eftir Voltaire. Síðast las ég þessa mögnuðu bók fyrir 20 árum, veturinn sem ég sótti fermingarfræðslu til Hönnu Maríu, til að byrja með og síðar Bolla Gústavssyni. Skemmtileg blanda Birtingur og Biblían. Læt fylgja með ótrúlega lýsingu á því þegar Birtingur ákveður að flýja úr Búlgarska hernum og hugsa um orsök og afleiðingu (allra hluta). Þetta er ótrúleg lýsing á afleiðingum stríðs:
"þorpið var Abaraþorp sem Búlgarar höfðu eytt með báli samkvæmt þjóðarrétti. Sundurlamdir karlarnir horfðu á barkadregnar konur sínar deyja með börnin á blóðugum brjóstunum; í öðrum stað lágu ungar stúlkur í andarslitrum sem hetjurnar höfðu rist blóðörn eftir að hafa haft gagn þeirra og gaman; aðrar voru hálfbrenndar að hrópa á menn að aldrepa sig. Heilasletturnar voru dreifðar út um allt innan um staka handleggi og afhöggna fætur.
Birtingur flýtti sér eins og hann gat í annað þorp: það heyrði undir Búlgara, og hetjur Abara höfðu leikið það eins."
Já blessað stríðið dregur aðeins það besta fram í hverjum manni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.