Hugsanleg niðurstaða um hugsanlegt álver

Það er gaman að sjá þá uppbyggingu og bjartsýni sem ríkir á Húsavík um þessar mundir.  Ég set hins vegar spurningamerki við þær forsendur sem fyrir þessu ástandi eru.

Bærinn tók nýlega framkvæmdalán uppá 600 miljónir.  Það er gert vegna mikillar bjartsýni á því að hugsanlega verði tekin ákvörðun um að huga að álversframkvæmdum á svæðinu.  Mér finnst vera heldur mikið að ef-um í þessari jöfnu.

Ef ákvörðun verður tekin um að staðsetja álver við Húsavík, þá er enn langt í álver, a.m.k. ef öllum reglum verður fylgt.  En svo er auðvitað hugsanlegt að engum eða fáum reglum verði fylgt og þá er auðvitað styttra í álver.

Miðað við hvernig gangurinn hefur verið í álversmálum hér á landi hingað til þá er líklega eins gott fyrir Húsvíkinga að hafa til taks pláss fyrir helmingsstækkun á því álveri sem hugsanlega verður sett þarna niður, annars er hætta á hótunum um að hugsanlegt álver fari ef hugsanleg stækkun á hugsanlegu álveri nær ekki í gegn.

Hvað ætli gerist ef ekkert álver verður reist við Húsavík?  Hvað ætli verði um 600 miljón króna framkvæmdalán bæjarins?

Lánið sem bærinn tók er auðvitað ákveðinn þrýstingur á stjórnvöld í þá veru að álver verði einfaldlega að rísa á Húsavík.  Er álver eina leiðin?  Er ekki bara nóg að tala um að hugsanlega komi hugsanlegt álver á staði þar sem innspýtingar er þörf?  Það virðist vera málið á Húsavík.  Allt hefur tekið kipp varðandi hugsanlega niðurstöðu um hugsanlegt álver.


mbl.is Nýr hafnargarður í Húsavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband