Ég á ekki kærustu lengur
12.9.2007 | 09:55
Eftir allnokkurt blogghlé, sem helgast af undirbúningi fyrir brúðkaup, er rétt að gera brúðkaupið upp. Við Gíslína giftum okkur s.l. laugardag með pompi og prakt í Landakirkju. Hólmgrímur skólafélagi minn úr guðfræðinni annaðist athöfnina og gerði það með stakri prýði. Hólmgrímur er héraðsprestur í Austfjarðarprófastsdæmi og er jafnframt 1/3 af "hinni heilögu þrenningu" úr guðfræðinni (Ævar Kjartans, Hólmgrímur og undirritaður). Reyndar var alltaf sagt: "hin heilaga þrenning og Henning", en Henning var einnig ómissandi í hópnum. Júlli frændi og Hörður Torfa sáu um tónlistina í brúðkaupinu, ásamt organista Landakirkju og Óskari Sig.
Veislan var mikið húllumhæ í "happy-happy-joy-joy-stíl". Heiðar Ingi, fóstbróðir og uppeldisfrændi var veislustjóri og stóð sig að sjálfsögðu með miklum ágætum. Hörður Torfa kom og spilaði nokkur lög fyrir okkur, "nafni" spilaði og söng, og spilaðu undir hjá mér þegar ég söng Fjöllin hafa vakað í pönk stílnum. Síðan kom Makríllinn (sem er einskonar hliðarsjálf Heiðars Inga) og tók lagið, en hann hefur nánast legið algjörlega í dvala eftir að skapari hans hætti að drekka. Kristín Dögg (10 ára) tók lagið fyrir okkur og stóð sig mjög vel. Loks stjórnuðu Arnar og Júlli fjöldasöng.
Ræður voru nokkrar: Ævar, Gunna "mágkona", Sonja, Ásgeir og að sjálfsögðu mamma. Þetta var stórgóð skemmtun sem Mía dóttir mín vill endilega endurtaka sem fyrst og hún er þegar byrjuð að bjóða fólki í næsta brúðkaup hjá okkur.
Ákveðinn hápunktur í brúðkaupsveislunni var þegar hún Mía mín söng fyrir okkur lagið "Ó mamma gef mér rós í hárið á mér". Hún vildi reyndar ekki syngja án undirleiks þannig að Hörður Torfa gekk í málið og spilaði undir hjá henni. Ekki slæmt að byrja ferilinn á að fá Hörð sem undirleikara.
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju! Vona að þú fyrirgefir mér snjóhvítu lygina í sumar.
Svavar Alfreð Jónsson, 12.9.2007 kl. 10:23
Takk fyrir hamingjuóskir.
Ég verð að viðurkenna að það læddist að mér grunur um að eitthvað væri á seiði, en trúði því þó varla, enda góður kollegi sem kallaði mig á sinn fund.
Útkoman varð síðan steggjun, sem líktist geggjun á tímabili. Ég veit þó reyndar að félagar mínir veltu því fyrir sér hvernig menn ættu að steggja prest (ætti að láta mann sem ekkert má gera allt sem hann ekki má? - þetta voru þeirra vangaveltur, en svo var bara látið vaða)
Guðmundur Örn Jónsson, 12.9.2007 kl. 11:08
Innilega til hamingju kallinn minn. Mínar bestu óskir og bæn um blessun ykkur til handa.
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 13:07
til hamingju! engar myndir af þér og brúðinni?
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 13:25
Innilega til hamingju með daginn um daginn... búin að sjá nokkrar myndir hjá múttu og þið voruð/eruð stórglæsileg....
Kveðja Jenný Dögg
Jenný Dögg (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 09:27
Takk fyrir hamingjuóskir. Nei, Denni við eigum engar myndir úr brúðkaupinu, þurfum, a.m.k. ekki núna.
Guðmundur Örn Jónsson, 17.9.2007 kl. 09:32
Innilegar hamingjuóskir !
Sunna Dóra Möller, 17.9.2007 kl. 23:22
leitt ad heyra med kærustuna... Til hamingju samt med konuna Takk fyrir góda kynningu á Vestmannaeyjum, thad er aldrei ad vita hvad vid fynnum uppá thegar DK verdur kvatt, svo heillud vard ég. Thad var nú samt eins og ég hélt, hann Jóhannes færi ekki uppí flugmódellid óneyddur hann byrjadi allur ad skjálfa thegar ég sýndi honum upptøkurnar. Bestu kvedjur til ykkar allra frá mér og Joensen lidinu
Inga Jenný (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 20:08
Takk fyrir hamingjuóskir Sunna.
Inga Jenný: Það var gaman að þú skildir komast til okkar í brúðkaupið og ekki síður gaman að þér skuli lítast vel á Vestmannaeyjar. Ég er viss um að Jóhannesi myndi líka lítast vel á sig hér. Þið getið alltaf haft það eins við Gíslína (eiginkona mín); hún flýgur með stelpurnar, en ég tek alltaf Herjólf. Þetta helgast af flughræðslu minni og sjóhræðslu hennar.
Guðmundur Örn Jónsson, 18.9.2007 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.