Frelsi til að...
1.9.2007 | 18:28
Já það er frábært þetta málfrelsi. En spurningin er frelsi til hvers? Frelsi til að níða niður? Frelsi til að móðga? Frelsi til að gera lítið úr sannfæringu annarra (hvort heldur trúar- eða ekki-trúarsannfæringu)?
Ég átta mig ekki alveg á málinu, ég verð að viðurkenna það. Fyrir hverju eru þessir ritstjórar í alvörunni að berjast? Það þarf vart að koma þeim á óvart að einhverjir skuli móðgast.
Hvað með frelsi nýnasista til að koma sínum málum á framfæri í dagblöðum? Hvað með frelsi kynþáttahatara til að koma sínum málum á framfæri? Hvað með frelsi homma- og lesbíuhatara til að koma sínum málum á framfæri?
Hvaða frelsi er hér verið að tala um?
Ég held að eina ástæðan fyrir ákvörðun þessara ritstjóra sé að hygla sjálfum sér og auglýsa auðvitað blaðið. Ég held að ákvörðun þeirra risti ekki dýpra en í peningapyngjur lesenda sinna. Ef þeir væru í alvörunni þessir miklu frelsispostular, sem þeir gefa sig út fyrir að vera, þá beittu þeir sér af öllum lífs og sálar kröftum til opna augu fólks (já heilu þjóðanna) fyrir ranglæti heimsins. Af nógu er að taka.
Hér rétt austan við Skandinavíu er t.d. hommum misþyrmt með aðstoð lögreglu, og þykir hið besta mál. Kannski flokkast það undir frelsi stjórnvalda til að hata og misþyrma hommum?
Dönsk blöð birta Múhameðshundinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er þetta svokallaða málfrelsi grín. Hvaða málfrelsi?
Björn Heiðdal, 1.9.2007 kl. 22:20
"Frelsi til að móðga? Frelsi til að gera lítið úr sannfæringu annarra (hvort heldur trúar- eða ekki-trúarsannfæringu)?"
Já, sem betur fer höfum við það frelsi. Það er ekki einfaldlega ekki framkvæmanlegt að hafa lög sem banna allt sem "móðgar" einhvern eða það sem einhverjum finnst "gera lítið úr sannfæringu annarra".
Eða finnst þér að spaugstofan hefði aldrei átt að verða til?
Það var ansi oft gert grín að stjórnmála-sannfæringu fólks í þeim þáttum?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.9.2007 kl. 12:12
Hjalti, þú misskilur mig alveg viljandi. Ég er ekki að tala um boð og bönn, að það eigi að banna allt sem móðgar. Ég er einfaldlega að benda á málatilbúnað ritstjóra þessara blaða. Ég hef ekki nokkra trú á því að markmið þeirra snúi að öðru en sölu.
Ég reikna með að þú yrðir auðvitað glaður ef ég segði að það ætti að banna Spaugstofuna, en það myndi ég aldrei gera. Enda sé ég svo sem ekki hvernig hún ætti að flækjast inní mál dagblaða á norðurlöndum.
Síðan má auðvitað benda á að frelsi fylgir ábyrgð, en það er hlutur sem margir gleyma. Fólk verður að vera tilbúið að axla þá ábyrgð sem frelsinu fylgir, ef ekki, þá er betur heima setið en af stað farið.
Hitt er svo annað mál hversu rökrétt viðbrögðin eru við þessum myndbirtingum. Heimurinn er einfaldlega ekki bara svartur og hvítur, og það er það sem mér finnst ritstjórarnir ekki hugsa um. Það er vitað mál hvernig viðbrögðin geta orðið og það er vitað mál að samskipti vesturlanda við araba eru eldfim. Svo enn og aftur spyr ég um tilgang.
Guðmundur Örn Jónsson, 4.9.2007 kl. 15:53
"Hjalti, þú misskilur mig alveg viljandi."
Það er ókurteisi að ásaka mig um óheiðarleika þó svo að ég hafi
misskilið þig.
Í byrjun greinarinnar ertu að tala um "málfrelsið", ég hélt að það þýddi
að þú vildir setja það sem móðgar trúmenn í sama flokk og "frelsi kynþáttahatara til að koma sínum málum á framfæri", sem er að ég held, því miður ekki leyfilegt á Íslandi.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.9.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.