Að skjóta börn

Að hugsa sér, þrjú börn voru skotin af misgá, herinn hélt þetta væru herská börn!!  Hvernig er heimurinn eiginlega?  Ég stóð einhvernvegin í þeirri meiningu að það ætti einfaldlega ekki að skjóta börn, jafnvel þó þau séu herská eða ódæl á einhvern hátt.

Ísraelski herinn gerir sig sekan um a.m.k. tvennt í þessu máli.  Annars vegar að skjóta saklausa borgara - saklaus börn, og hins vegar að ætla sér að skjóta börn - herská börn.  Það má vart á milli sjá hvort vekur hjá manni meiri hrylling. 

Ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu (Í víngarðinum), lýsir ástandinu á þessum slóðum vel.  Þetta er áhrifaríkt og magnað ljóð sem má auðvitað heimfæra á hvern þann stað þar sem stríðsástand ríkir.

Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.

Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmusveinn.

Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.

Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.


mbl.is Börn sem Ísraelar skutu unnu ekki fyrir hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Átakanlegt.

Ólafur Þórðarson, 31.8.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband