Ó Bjössi, lífið er bardús.....

Það er svolítið spaugilegt að sjá hversu Björn Bjarnason er viðkvæmur gagnvart sjálfum sér.  Í pistli á vefsíðu sinnis.l. laugardag er Björn mjög sár útí Eyjamanninn Sigmund:

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins fetar Sigmund í fótspor ruglukollanna á visir.is og gefur ranglega til kynna, að ég vilji takmarka för ungs fólks um miðborg Reykjavíkur. Sigmund er sjálfum sér samkvæmur í rugli sínu. Hann hefur um margra ára skeið látið eins og ég sé að stofna eða hafi stofnað íslenskan her. Gangist menn upp í að hafa rangt fyrir sér, eiga þeir það við sjálfan sig en ekki aðra. Sé einhverjum skemmt, er tilganginum náð.

Sigmund hefur teiknað í Moggan í mörg herrans ár og myndir hans hafa nú ekki alltaf verið heilagur sannleikur, en þar er samt alltaf um einhvern beittan sannleika að ræða, kryddaður með góðum húmor.

Annars er gaman að heimasíðu Björns, það eru ekki allir þingmenn eða ráðherrar sem gefa jafn opinskátt upp hvað þeir eru að hugsa í tengslum við hin ólíkustu mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já,

ég er þér sammála.

Ég var líka hissa á að Björn tæki þessu svo alvarlega.

Ásgeir Rúnar Helgason, 22.8.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband