It's okey to be gay...
9.8.2007 | 12:03
Gott hjá Steina Dívu!
Það er óhætt að segja að Hinsegin dagar séu skemmtileg tilbreyting í hvunndeginum, og Gleðigangan niður Laugarvegin er alltaf jafn fjörug. Það má eiginlega segja að yfirbragð þessarar göngu sé með nokkrum öðrum hætti en víða annarsstaðar, þar sem samkynhneigðir verði fyrir hreinum og beinum ofsóknum og líkamsmeiðingum.
Í þessu ljósi finnst mér áhugaverð gönguferð þeirra Felix og Baldurs, þar sem gengið er um Reykjavík og saga samkynhneigðra skoðuð síðustu 100 árin. Það er ekki svo ýkja langt síðan það sjálfsagðasti hlutur í heimi að lemja homma hvar sem til þeirra náðist. Hommar áttu einfaldlega skilið að fá einn á lúðurinn fyrir að ögra samfélaginu með því að vera hommar.
Sem betur fer er þá er gangan niður Laugarveginn Gleðiganga, þar sem margbreytileika mannlífsins er fagnað. En undirtónninn er vissulega alvarlegur. Við leiðum hugann að þeim sem gengu í fylkingarbrjósti í baráttu samkynhneigðra og veltust um í brotsjó fordóma og fyrirlitningar. Þökk sé þeirra mikla hugrekki og baráttuþrek.
Hear what I say it's okey to be gay / I'm a queen, if you know what I mean.
Steini Díva krýndur dragdrottning Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
takk fyrir þessa færslu guðmundur :*,hún er vel skrifuð og fordömalaus !!!!! ps:sá sem skrifar er samkynhneigður
kaptein ÍSLAND, 9.8.2007 kl. 12:57
vill ekki vera leiðinlegi gaurinn en "okay" er skrifað með "a" ekki "e" :)
gerti (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.