Úr fríi, undir áhrifum frá meistaranum

Þá er maður kominn úr fríi að norðan.  Þar vorum við hjónaleysin gæsuð og steggjuð.  Við komumst að mestu leyti heil út úr því.

Það stendur þó uppúr að nú get ég sagt: "þegar ég söng með Helga og hljóðfæraleikurunum..."

Ég keypti mér reyndar nýja diskinn með Megasi og Senuþjófunum.  Nú er ég búinn að hlusta svolítið á þennan disk og get sagt með fullri vissu að Megas er að ná ákveðnum hæðum með þessum disk.  Það er ekki hægt að saka meistarann um að staðna.  Kraftmikill og fumlaus undirleikurinn er hrein og tær snilld og textarnir svíkja ekki, eins og endranær.  En svo er Megas bara í svo feikna fínu formi á disknum að hrein unun er að hlusta á hann. 

Það er erfitt að gera uppá milli laganna á disknum, en þó eru þarna nokkrar eyrnakrækjur eins og (Minnst tíu miljón) Flóabitanótt, Huggutugga, Heill.  Svo er þarna sænskt þjóðlag sem flestir kannast við.  Gott er að elska er að mínu viti klárt grín á kostnað kóngsins (Bubba).  Gaman að sjá hvernig meistarinn hæðir kónginn sundur og saman:

Gott er að elska gellur einsog þig / greit er að elska glennur einsog þig / það virkar svo krassandi kræsilega á mig / það er glæta að elska gálur einsog þig

eina á janmayen / aðra í timbúktú / þriðju í eitthvaðistan / allar einsog alveg einsog þú sem ert mér trú.

Það er nú reyndar á mörkunum að vera prenthæft það sem fylgir á eftir, en meiningin er góð!!!

Í laginu (Minnst tíu miljón) Flóabitanótt er önnur vísun í kónginn:

það verða tíuþúsundplatnajól / enginn krókur engin ól / ekkert klifur upp á stól / því þetta verða tíuþúsund

ég farga mér segi ég fari hún ekki í gull / þetta sull útsvínaða bull / einsog sæmir engin ull / ég farga mér.

Og vísanir halda áfram.  En ég mæli eindregið með þessari plötu, eitt það allra magnaðasta sem komið hefur frá meistara Megasi.  Að sumu leyti er þetta svona "happy-happy-joy-joy-plata".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Þegar ég sá yfirskrift pistilsins hélt ég nú að meistarinn, sem átt væri við, héti Jesús en ekki Magnús.

Þorgeir Arason, 2.8.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Þorgeir, ég er alltaf undir áhrifum smiðssyninum, Megas er klár viðbót.

Læt fylgja með línur frá mögnuðu trúarskáldi "down under"

I hear storys from the chamber

How Christ was born into a manger

And like some ragged stranger

Died upon the cross

And might I say it seems so fitting in its way

He was a carpenter by trade

Or at least that's what I'm told.

Guðmundur Örn Jónsson, 2.8.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband