Dularfullur þjófnaður.

Gestabókin hvarf með DULARFULLUM HÆTTI.  Ef gestabókin hefur horfið með dularfullum hætti, þá gæti nú orðið erfitt að hafa uppá henni aftur.  Það getur varla verið eitthvað dularfullt við þjófnað, eða hvað? Það gæti hins vegar verið nokkuð dularfullt ef bókin hefði hreinlega gufað upp í höndunum á starfsmanni hótelsins, en það virðist ekki hafa gerst skv. fréttinni.

Ég ætla mér ekki að gera lítið úr því tjóni sem orðið hefur við hvarf gestabókarinnar, en ég held að það sé nákvæmlega ekkert dularfullt við hvarfið.  Þvert á móti held ég, og nú tala ég án allrar ábyrgðar, að einhver dauðleg manneskja hafi verið hér að verki.


mbl.is Dýrmæt gestabók horfin af Hótel Búðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Skarplega athugað, ef eitthvað hverfur er auðvitað miklu skynsamlegra að gera ráð fyrir því að einhver hefur tekið hlut sem að hverfur, frekar en að hann hafi bara galdrast i burtu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.7.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Klukk

Sunna Dóra Möller, 15.7.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband