Eyjamenn látnir hanga í lausu lofti.

Réttast væri að loka þessa aðila inní herbergi og hleypa þeim ekki út fyrr en saminingar hafa náðst. Það er með hreinum ólíkindum að menn skuli komast upp með að slíta samningaviðræðum um umferð á þjóðveginn milli lands og Eyja. Maður hlítur að kalla eftir viðbrögðum stjórnmálamanna sem voru nógu tunguliprir í kringum kosningarnar, sumir myndu líklega segja að þeir hafi verið kjaftgleiðir. Þá lofuðu allir að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma samgöngum milli lands og Eyja í betra horf. Maður hafði á tilfinningunni að daginn eftir kosningar yrðu komin göng, Bakkafjara og nýr Herjólfur. En síðan er niðurstaðan sú að við erum í nákvæmlega sömu sporum, enda skiptum við líklega ekki máli fyrr en eftir fjögur ár.
Á þessu eru þó heiðarlegar undantekningar, eins og gengur.
mbl.is Slitnar upp úr viðræðum um aukaferðir Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt í lagi. Bættar samgöngur eru eitt af því sem á að koma á móti skertum aflaheimildum (þ.e. þorsk). Huu eins og það komi í staðin fyrir það. Já eða menntun einmitt það fá svo margir borgað fyrir að fara í skóla -ég hélt að maður safnaði bara skuldum í skóla.

Ég er alveg viss um það ef ráða menn færu í reikningspróf myndu þau falla.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband