Ísland, best í heimi
30.6.2007 | 16:20
Ég er næsta viss um að staðan yrði eitthvað svipuð hér á landi og í Kanada. Þó ég viti reyndar ekki til þess að þeir sem sækja um ríkisborgararétt hér á landi þurfi að gangast undir svona próf. Þetta hefur ekkert með vitsmuni fólks að gera einsog ýjað var að á öðru bloggi, þar sem spurt er hversu margir Bandaríkjamenn myndu standast prófið. Auðvitað hljóta Bandaríkjamenn að vera vitlausir, það er a.m.k. skoðun sorglega margra Íslendinga.
Ég spjallaði við fólk um daginn sem lýsti furðu sinni yfir því hversu fáfróðir Bandaríkjamenn væru um Ísland. Ég spyr á móti af hverju ættu Bandaríkjamenn að vita eitthvað um Ísland? Við Íslendingar erum sjálf sek um að vita ekki nokkurn skapaðan hlut um margfalt stærri og fjölmennari lönd. Ekki eru Íslendingar t.d. fróðir um Afríkulöndin. Stundum virðist manni jafnvel sem litið sé á Afríku sem land en ekki heimsálfu.
Staðreynd: Ísland er land á hjara veraldar sem fæstir vita yfir höfuð að er til.
Helmingur Kanadamanna of fáfróður til að mega vera Kanadamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.