Lög og ólög

Ætli þeir sleppi ekki með skrekkinn, Sjallar í Hafnarfirði.  Ég ímynda mér að það mót sem haldið var 16. júní og lögreglan stoppaði, hafi ekki verið á vegum stjórnmálaflokks og því eðlilegt að slík ósvinna sé stöðvuð.  Allt öðru máli hlýtur að gegna um pókermót sem haldin eru á vegum stjórnmálaflokka, enda gjörþekkja menn á þeim bæ það laga- og regluverk sem frá Alþingi streymir.

Mæli með því að þegar menn ætla sér að fremja önnur lögbrot þá fái viðkomandi stjórnmálflokk í lið með sér þannig að það verði "löglegt".  Þannig sér maður t.d. fyrir sér mót í broti á skattalögum, mót í brotum á fiskveiðilöggjöfinni, smyglmót og svona mætti lengi telja.  Þannig kæmist Ísland í hóp löghlýðnustu ríkja á einfaldan hátt.

Svo má auðvitað velta því fyrir sér hvort ekki væri hreinlega eðlilegast að gjöra allt það sem ólöglegt er í dag, löglegt á morgun, en þá er auðvitað hætt við því að stjórnmálflokkarnir missi vægi sitt í samfélaginu.

Látum ekki einhverja lagabókstafi segja okkur hvað er löglegt og hvað ekki.


mbl.is Pókermót haldið hjá félagi ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég sting upp á því að ungir Vinstri grænir, eða ungir framsóknarmenn haldi svona mót og athugi hvort það gengur. Það er nefnilega ekki víst að nóg sé að fá stjórnmálaflokk með sér, kannski þarf StjórnmálaflokkINN með sér. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.6.2007 kl. 15:36

2 identicon

Póker er ekki ólöglegur á Íslandi. Það var ekkert lögbrot framið hvorki á pókermótinu 16. júní eða móti sjálfstæðismanna. Hins vegar brýtur lögreglan jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar með því að uppræta annað mótið en ekki hitt.

Jóhannes Ólafsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Það má vel vera að lögreglan brjóti einhver jafnréttislög. En í 183. grein hegningarlaganna stendur " Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru. Og voru þessir ágætu menn ekki að standa fyrir fjárhættuspili og þar af leiðandi að koma mönnum til þátttöku í þeim. Mér finnst þetta vera svo augljóst. En að sjálfsögðu er hægt að túlka hluti á marga vegu allt eftir því hvað hentar mönnum.

Kv. Sir-inn

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband