Meistari Megas og framhald á bljúgri bæn

Nú hefði verið gaman að eiga heimangengt og skella sér á tónleika með meistaranum. Ég hef verið aðdáandi Megasar lengur en ég man, fékk áhugann í vöggugjöf, ef svo má segja. Ég man að Gamli sorry Gráni var hafður í hávegum heima hjá afa og ömmu. Þá fannst mér nú eins og ömmu þætti hann bara ágætur, allavega þarna fyrst, en nú erum við afa einlægi aðdáendur, og reyndar eldri stelpan mín líka.

Ég hef ekki tölu á öllum þeim tónleikum sem ég hef sótt með meistaranum, en þeir eru mjööög margir, og alltaf jafn gaman og hressandi að skella sér. En ég hafði öðrum hnöppum að hneppa um helgina en að flandrast til Reykjavíkur á tónleika.

HjölliUm helgina var ég nefninlega að jarðsyngja heiðursmanninn Hjörleif Guðnason, Hjölla múr, á laugardaginn.  Það var mér bæði ljúft og skylt, enda þótti mér vænt um Hjölla. Ég kynntist honum nánast um leið og ég flutti til Eyja, en þá var hann búinn að vera á sjúkrahúsinu í þónokkurn tíma.  Líklega hefur honum fundist ég eitthvað umkomulaus, því hann tók mig eiginlega strax að sér og sagðist vita hversu erfitt það gæti verið að koma ókunnugur í nýjan stað.  En nálægt Hjölla fannst manni aldrei að maður væri á ókunnum stað, manni leið alltaf vel í návistum við hann, enda gaf hann mikið af sér.

Í útförinni var "Í bljúgri bæn" flutt, sem er mér ákaflega kært eins og svo mörgum, en með nýjum texta.  Megas söng einmitt "Í bljúgri bæn" einu sinni á tónleikum sem síðan voru sýndir á Sjónvarpinu, og það ætlaði allt um koll að keyra og margir hneyksluðust fyrir hönd Péturs í Laufási. Hins vegar var Pétur ekki hneykslaður, enda hafði Megas fengið leyfi hans til flutningsins. Þótti fluttningur Megasar á laginu fínn, mikil tilfinning og innlifun.  Textinn sem fluttur var í útförinni um helgina var kveðja frá Ingu, konu Hjölla.  Læt þennan fallega texta fylgja með.

Í bljúgri bæn og þökk til þín

ég þakka þér, ó ástin mín.

Fyrir öll þau ár er gafstu mér

mín gæfa var að kynnast þér.

 

Við gengum saman lífsins leið

sú leið var ekki alltaf greið.

Þó 60 ár séu liðin nú

þú ennþá átt mína ást og trú.

 

Nú ertu horfin ástin mín

já, mikið mun ég sakna þín.

Því bið ég Guð að geyma þig

uns þú á ný, umvefur mig.


mbl.is Góð stemmning á tónleikum Hjálma og Megasar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

snilldin einar

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 25.6.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband