Eðlilegur fórnarkostnaður?

afleiðingar stríðsins í AfganistanÞetta er ekki stór frétt á síðum blaðanna. En þetta er óhugguleg frétt og bara ein af mörgum sem komið hafa um barnamorð í stríðinu gegn hryðjuverkum.  Vandamálið við þetta svokallaða stríð er að óvinurinn er svo loftkenndur.  Það er nánast ógjörningur að hafa hendur í hári hans.

Bandaríkjamenn saka síðan hryðjuverkamennina um að nota börn sem skildi, og það er auðvitað skelfilegt þegar börnum er beitt á þann hátt í stríði.  En þó finnst mér jafn skelfilegt þegar menn kjósa að horfa framhjá þeirri staðreynd að börn eru notuð sem skildir, og sprengja bara samt.

Sama virðist vera uppá teningnum í Ísrael og Palestínu. Þar eru börn sett í framvarðasveit grjótkastaranna og hermenn Ísraela segjast ekki eiga neina aðra kosti en að skjóta þau.  Grjótkastari vs. hermaður með vélbyssu!!!

Það er skömm að þessu hryðjuverkastríði.  Þetta er skömm fyrir alla aðila málsins, ég sé engar málsbætur fyrir því að myrða saklausa borgara.  Hvort heldur menn sprengja sjálfa sig í loft um leið, eða beita hátækni stríðstólum.


mbl.is Sjö börn létu lífið í loftárás í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið er ég sammála þér Örri! Þetta er alveg skelfilegt og myndin sem fylgir færslunni nístir alveg inn að hjarta! Kveðja, Sunna

Sunna Dóra Möller, 19.6.2007 kl. 21:24

2 identicon

Þörf umræða hjá þér um alvarlega málefni og flest finnst mér skynsamlegt sem þú hefur hér fram að færa og í kommentum annars staðar, m.a. á minni vefsíðu og þakka ég þau.   Hér sjáum við holdiklætt fórnarlamb, lítið barn sem misst hefur fætur sína. Það er tilfinngalaust manneskja sem finnur ekki til með því og öðrum sem svipuð hlutskipti hafa hlotið. - Verði hins vegar manni, eins og mér, á að halda því fram að líf gyðinga sé jafnmikilvægt og önnur líf þá má ég treysta því að inn á mína vefsíðu geisast menn, aðallega einn, með dónaskap, svívirðingum og tungutaki sem verður ekki kennt við neitt annað en gyðingahatur. Þú hefur væntanlega séð það og átt þakkir skilið fyrir athugasemdir þar um. Ritningin kennir að öll séum við sköpuð í mynd Guðs og fórnarlömbin því öll mikilvæg í augum Guðs. Svo geta menn vissulega og endalaust tekist á um aðilinn hafi frekar réttinn sínu megin í stríði. Í heimsstyrjöldinni síðari var mannfall meðal Þjóðverja t.d. meira en bandamanna. Varð málstaður þeirra réttlátarir fyrir það? Stríð eru jafnan óhuganleg og verst er að það eru börn, eins og það sem sést hér á myndinni, sem þjást menn. Kynþátturhatur er undirrót margs ills, hvort sem það er fyrirlitning í garð blökkumann, gyðingahatur eða fjandskapur í garð múslima. Hér hafa trúarbrögðin mikið verk að vinna með samtali og leitast við að skilaj og virða hver önnur. - Erindi var annars að þakka þér.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Þakka ykkur Sunna og Gunnlaugur.

Ég get tekið undir þessi orð þín Gunnlaugur.  Vandamálið við stríð er auðvitað hversu erfitt er að finn út hver er "góður" og hver er "vondur", því stríðum fylgja alltaf hörmungar.  Í dag er það auðvitað þannig að meirihluti þeirra sem ferst í stríðum eru saklausir borgarar.  Það eru þeir sem eru fórnarlömb stríðs.  Ég er sammála þér með að hatur gagnvart einhverjum hópum hlítur alltaf að vera vont, sama hver á í hlut. Hvort sem um ræðir gyðinga, múslima, svarta, samkynhneigða eða hvern annan hóp.  Þær færslur sem þú vísar til á annál þínum eru með hreinum ólíkindum, þar er ég hjartanlega sammála þér.

Guðmundur Örn Jónsson, 22.6.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband