Ég þekki landsliðsþjálfarann!

Hér í Eyjum var haldið heilmikið fótboltamót, Pæjumótið, sem ég náði aðeins að fylgjast með, reyndar miklu minna en mig langaði til.  Þetta var mikil og góð skemmtun sem ÍBV eiga heiður skilið fyrir að standa að.  Mér heyrðist almennt þátttakendur, liðsstjórar og þjálfarar ánægðir með mótið.

Anna Margrét, frænka mín frá Neskaupsstað var að keppa og pabbi hennar (Arnar frændi) var þjálfari Þróttaraað austan og stóð sig með prýði eins og dóttirin.  Þróttur endaði í þriðja sæti meðal A-liða.  Á laugardeginum var síðan landsleikur þar sem úrval stelpna keppti sín á milli. Arnar var þjálfari landsliðsins sem keppti við pressuliðið og endaði leikurinn 3-3.  Þetta var opinn og skemmtilegur leikur og hin mesta skemmtun.

Miðað við þann tíma sem Arnar fékk til að undirbúa landsliðið (líklega einn klukkutími) þá verður þetta að teljast mjög góður árangur.  Mér sýnist á öllu að arftaki landsliðsins sé fundinn.  A.m.k. fær Arnar mitt atkvæði, en ég er auðvitað ekki hlutlaus.

Bendi á frábært blogg Guðna Más, skólaprests, um stöðu landsliðsins, þar sem hann tekur tölfræðina á málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Ég þakka góð orð um mig og dóttur mína og mitt lið. Vil einnig þakka fyrir skemmtilega kvöldstund með ykkur "hjónaleysunum"

Kv. Sir Arnar landsliðseinvaldur.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 17.6.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband