Svo er bara kominn ráðherralisti

Ég sat í sakleysi mínu ásamt eldri dóttur minni og horfði á eitt af stórverkum kvikmyndasögunnar, og því fór það alveg framhjá mér að búið væri að setja saman ráðherralistann.

PinguDanceStaðan er semsagt sú að við erum tvö í kotinu, ég og Mía (Gíslína og Íva eru farnar í borg óttans) og þess vegna var tilvalið að gera eitthvað sérstakt tvö saman. Byrjuðum á að fjárfesta í grilli til að grilla pylsur (reyndar einnota grilli) og tókum okkur svo bíómynd á leigu. Við grilluðum pylsur og borðuðum undir berum himni, þurftum reyndar að hlaupa um með matinn til að halda á okkur hita.

Síðan settumst við niður og horfðum á stórgóða mynd með "Pingu", eða Magga mörgæs, eins og hann er kallaður á okkar ástkæra ylhýra. Á disknum, Maggi Mörgæs 4, eru 11 stuttmyndir, hver annarri betri. En líklega nær diskurinn hvað hæstum hæðum í þættinum "Maggi fær í magann". Stórgóð leikstjórn, góð lýsing og frábært handrit. Maggi mörgæs fær fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.

En síðan er bara kominn ráðherralisti!!!

Hvet alla til að horfa á Magga mörgæs (hann nýtur a.m.k. hylli í hollývúdd-hreppi) eða þá það næst besta nýju myndina með Woddy Allen, Scoop.


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skildi karl faðir hafa verið jafn langt frá fréttaveitunni

Ólafur Njáll (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 23:13

2 identicon

Blessaður Guðmundur Örn og þakka þér fyrir "innlit" hjá mér á dögunum. Ég sé að þú ert búinn að kommentera á vefsíðu Ágústs Ólafs þar sem hann tekur því drengilega - eins og hans var von og vísa - að honum var hafnað við ráðherraval. Flottur pistill hjá Ágústi Ólafi. Höfnun hans fannst mér mikill afleikur hjá formanni Samfylkingarinnar og ligg ekkert á þeirri skoðun minni þó ég geri mér fullu grein fyrir að taka hafi þurft tillit til margra sjónarmiða. Samfylkingin bar einfaldlega ekki gæfu til að gera sinn langefnilegasta þingmann að ráðherra. Það er mín skoðun. En vafalaust mun hans tími koma! Jóhanna játaði því í kvöld að hennar tími væri nú kominn... Sjalom.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:41

3 identicon

Hæ kann ekkert á þetta, hvar finn é email adressuna þína?

Hlynur (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:51

4 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Gunnlaugur: Ég held að það sé vissulega rétt hjá þér að Ágúst eigi fullt erindi í ráðherrastól, en þetta er staðan og mér finnst Ágúst lýta raunsæum augum á málið. Ég held líka að hann sé góður í að höfða til grasrótarinnar, og sér í lagi yngra fólksins. Það verður nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að ná til þeirra sem misstu traustið á VG eftir upphlaup formannsins í kjölfar úrslita kosninganna.

Guðmundur Örn Jónsson, 23.5.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband