Áfram - ekkert stopp....á falli Framsóknar.

Hér hittir hinn geðþekki veðurfræðingur naglann á höfuðið. Það er klárt ef Framsókn ætlar sér ekki að fremja pólitískt "harikíri" þá er það eina rétta í stöðunni að draga sig í hlé og hugsa málið alvarlega. Það er klárlega eitthvað að, eitthvað er það sem gerir það að verkum að flokkurinn nær ekki líðhylli.

HössiKannski er það ákveðinn vingulsháttur sem er vandamálið, það er a.m.k. alveg klárt að Framsóknarmenn vita ekki fyrir víst hvað best er að gera. Seyðandi hljómur valdsins kitlar, það er alveg ljóst, og það var heyrandi á nýjum þingmanni Framsóknar í NA-kjördæmi, Höskuldi Þórhallssyni (sem er einmitt sonur sr. Þórhalls, heitins, Höskuldssonar hins ástssæla prests úr Hörgárdal) að það skipti kannski ekki öllu máli hvaða stjórn yrði fyrir valinu, svo framarlega sem Framsókn væri með!!

Já það getur verið erfitt að gera sér grein fyrir því hvenær best er standa fast á sínu og hvenær best er einfaldlega að sleppa og viðurkenna að eitthvað mikið sé að.


mbl.is Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Framsókn hefur aldrei sagt nei takk við völdum.  Hví í ósköpunum skyldu þeir fara að gera það núna?

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband