Madama Tobba gefur góð ráð.

húsmóðirFyrir allnokkrum árum keypti ég mér jakkaföt í herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Þetta voru afbragðs góð jakkaföt frá Kóróna og hafa reynst mér afar vel. En með þessum jakkafötum keypti ég lítið kver sem ber heitið Handbók hjóna, og höfundurinn: Madama Tobba, landsfrægur ráðgjafi um hvað eina það sem sem samlífi fólks viðkemur. Þetta kver kom líklega fyrst út í upphafi 3. áratugar síðustu aldar. Langar til að deila með bloggheimi smávægilegu úr viskubrunni þessa kvers.

Ég gef madömunni orðið:

Góð kona forðast það, sem í daglegu tali er kallað að sýnast, - Plága er það að verða hér, hversu margt er öðruvísi en það sýnist. Konur eru t.d. margar með falskt hár, falskar tennur og falskanhörundslit. Sé nú gætt að því, af hverju þetta fals stafar, kemur það í ljós, að í mörgum tilfellum eru það heit krullujárn, krullupinnar og ýmiskonar hárelexíar, sem hafa eyðilagt hárið; sætindi og hirðuleysi hafa valdið skemmdum í tönnum, en hörundslitinn falsa konur eingöngu til að sýnast.

Góð kona má umfram allt ekki vera hégómagjörn eða "pjöttuð", eins og það er kallað á Reykjavíkurmáli. En hreinleg á hún að vera, vel búin og hirðusöm.

--------

Góður eiginmaður hefur stjórn á geði sínu. Hann er eigi uppstökkur eða langrækinn. Hann er hreinlyndur og nærgætinn. Honum finnst lífið ánægjulegt. Hann sér eitthvað gott í öllu, og hann fellir ekki ósanngjarna dóma yfir hinum óhamingjusömu, sem falla í tálsnörur lífsins.

Góður eiginmaður er reglusamur. Hann neytir ekki áfengis, - að minnsta kosti eigi í óhófi. Mörg konan hefur átt - og á enn - um sárt að binda vegna drykkjuskaparins, og hverjum manni á að vera það alvörumál, að konan hans, sem honum þykir vænna um en nokkra aðra konu, verði ekki í þeirra hópi. Menn ættu því að halda sér frá drykkjuskap strax á unga aldri og drekka aldrei fyrsta staupið; því fylgir oft annað og hið þriðja og svo koll af kolli, uns maðurinn verður þræll ástríðunnar og missir vald á sjálfum sér. Auðveldasta leiðin til að forðast það að verða ofdrykkjumaður er sú, að drekka aldrei fyrsta staupið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband