Ég man...

DallasÉg man að á heimavistinni á Stórutjörnum máttum við bara horfa á sjónvarp einu sinni í viku, og bara einn þátt. Það fór fram atkvæðagreiðsla um það hvort horft yrði á sjónvarp á þriðjudagskvöldi (Derric) eða miðvikudagskvöldi (Dallas).  Ég man hvað ég var svekktur með úrslitin úr kosningunum þegar í ljós kom að Dallas hafði vinninginn.

Ég man að Bárðdælingar hlustuðu aðallega á "heavy metal", Grenvíkingar hlustuðu á Duran Duran og Kaja goo goo.  Ég man að ég og Sísa á Skarði vorum þau einu sem hlustuðum á Bubba.

Ég man þegar ég hætti að hlusta á Bubba.

Ég man þegar ég átti að standa fyrir kosningu á vinsælasta laginu fyrir árshátíð á Stórutjörnum og Sogblettir, Sykurmolarnir og Svart-hvítur draumur áttu vinsælustu lögin, og enginn kannaðist við að hafa valið þessi lög.  Ég man að ég var tekinn á teppið hjá skólastjóranum vegna þess að ég hagræddi úrslitum í kosningu á vinsælasta laginu fyrir árshátíð á Stórutjörnum.

Ég man þegar Þursaflokkurinn og Egó spiluðu á Stórutjörnum.

Ég man þegar farin var bíóferð í Lauga að horfa á myndina Tootsie. Ég man að ég sá eiginlega ekkert af myndinni því ég sat aftan við konu með afró-greiðslu.

Ég man þegar við kepptum við Grenvíkinga í borðtennis og töpuðum öllum leikjum mjög illa.

Ég man þegar ég lék Þvörusleiki á litlu-jólunum og fann hvergi þvöruna þegar ég kom inná sviðið og skeggið datt af mér.

Ég man þegar ég átti að fara með 2x-töfluna fyrir bekkinn og mundi ekki hvað 2x2 var.

Ég man að ég ætlaði að verða búðarkona þegar ég yrði stór. Ég man ég ætlaði að verða bóndi þegar ég yrði stór. Ég man ég ætlaði að verða eins og pabbi þegar ég yrði stór. Ég man ég ætlaði að verða prestur þegar ég yrði stór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Sigurpálsson

Já, heimavistin á Stórutjörnum var skemmtilegur tími. Maður eiginlega vorkennir krökkum í dag að fá ekki að upplifa heimavistina.

Ég man eftir litlu jólunum í 9. bekk. Þá áttum við að sjá um þjónustu við borðhaldið eða uppvaskið á eftir. Ég valdi uppvaskið því mig langaði að borða kjúklinginn. En ég borðaði svo mikið að ég fékk í magann og gat ekki verið í uppvaskinu.

Ég man eftir þér hlaupandi um sviðið í leit að þvörunni. (man þó ekki eftir þessu með skeggið). Ég var Bjúgnakrækir.

 Kveðja,

Hilmar 

Hilmar Sigurpálsson, 16.4.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband