Góðir hlutir gerast enn.

Gullberg VE 292Enn á ný höfðum við Eyjamenn ástæðu til að fagna (jú það er rétt, ég er farinn að tala um "okkur" Eyjamenn).  Ég fékk það ánægjulega verkefni að blessa hið nýja Gullberg og áhöfn þess.  Það er ekki langt síðan ég stóð í sömu sporum þegar ég blessaði Vestmannaey og áhöfn þess (það var 15. mars síðastliðinn).  Koma nýrra skipa hingað til Eyja fer að verða daglegur viðburður, því enn er von á fleiri nýjum skipum.

Það er magnað að fá að njóta þess heiðurs að blessa nýtt skip, og er ekki ósvipað skírn að því leyti að mikil gleði og eftirvænting er í loftinu.

Þegar ég kom til Eyja hafði ég nánast engann skilning á lífi fólks í sjávarplássi.  En afdalamaðurinn er allur að koma til og ég er farinn að gera mér einhverjar hugmyndir um það hvenær vertíð hefst og hvenær vertíð endar. Og það sem meira er ég átta mig orðið á því hversu mikill atburður það er þegar nýtt skip kemur í heimahöfn. (Kannski hægt að líkja því að nokkru við nýbyggð fjárhús eða fjós í sveitinni, sem er því miður næsta fáheyrður atburður nú til dags).

Það er gaman að fylgjast með því hversu duglegir Eyjamenn eru og nýtt skip og auknar greedybigaflaheimildir eru gott dæmi um það. Þar spilar mjög inní að þeir sem stjórna útgerðunum hafa enn þessa samfélagslegu ábyrgð. Þeir láta sig samfélagið varða og eru ekki tilbúnir að selja kvóta frá Eyjum í von um skjótfengann gróða. Þeir átta sig á því hver það er sem skapar gróða þeirra. Þessi hugsun er því miður hverfandi hjá þeim sem stjórna fyrirtækjum í landinu. Ég vann hjá slíkum mönnum fyrir norðan sem gengu undir nafninu "Kennedy-bræðurnir". Þeir áttuðu sig á ábyrgð sinni í samfélaginu og gáfu til baka, líkt og útgerðarmenn í Eyjum. Því miður höfum við horft uppá mörg fyrirtæki skilja eftir sig sviðna jörð í heilu byggðarlögunum af því að hægt var að græða örlítið meira með fækkun fólks, sameiningu og flutningi. Slíkir aðilar gleyma því hvaðan auður þeirra er kominn og hver það er sem hefur skapað hann, standa jafnvel í þeirri meiningu að þeir hafi skapað sinn auð einir og sér.  Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar slíkir peningamenn stjórna fyrirtækjum.


mbl.is Nýtt skip til Vestmannaeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Sigurpálsson

Heyr!!

Það má einnig nefna jarðakaup stóreignamanna. Oft enda þessar jarði í eyði og sveitirnar verða fátæklegri fyrir vikið. Verðið á jörðum orðið það hátt að ungt fólk sem vildi hefja búskap getur það með engu móti og nýliðun sáralítil.

Hilmar Sigurpálsson, 4.4.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband