Ekki pláss í fangelsinu - gistihúsið fullt
28.3.2007 | 12:27
Í fréttablaðinu í dag á bls. 2 kemur fram að þrír einstaklingar sem boðaðir voru til afplánunar refsidóms fengu ekki pláss þegar til átti að taka. Að taka út refsingu í fangelsi hefur ekki bara í för með sér heilmikið rót í lífi þess sem í fangelsi fer, heldur líka fjölskyldu þeirra.
Fyrir nokkrum árum var vinur minn dæmdur í fangelsi fyrir brot sem tengdust þeirri óreglu sem hann var í. Ég bjó þá fyrir norðan, og við báðir reyndar. Hann fékk sent bréf þar sem tiltekið var að hann ætti að mæti í fangelsið á Skólavörðustígnum á ákveðnum degi. Við félagar lögðum land undir fót og fórum suður, en þegar til átti að taka þá var ekkert pláss, gistihúsið var fullt og okkur sagt að hann ætti að koma aftur eftir nokkra daga. Nú voru góð ráð dýr því við höfðum ekki reiknað með því að redda okkur gistingu og hún lá ekki á lausu fyrir auralitla norðlendinga. Þetta bjargaðist þó allt saman og ég fylgdi félaga mínum í fangelsið nokkrum dögum seinna. En sá biðtími sem við stóðum alltí einu frammi fyrir var nánast óbærilegur, bæði fyrir félaga minn, mig sjálfann og alla fjölskylduna.
Refsivist er nefnilega ekki einkamál þeirra sem hana þurfa að afplán, öll fjölskyldan kemur inní þessa jöfnu, og fjölskyldan er ekki sek í þessum málum.
Það sem eftir stendur í frásögninni, er að sá andlegi undirbúningur sem hafði átt sér stað fyrir refsivistina var í uppnámi. Þetta þekkir fólk auðvitað sem er að undirbúa sig undir erfið mál eða erfið verkefni sem lenda síðan "á hold".
Það er bagalegt að ekki skuli vera hægt að taka á mót föngum þegar þeir eru boðaðir til refsivista, og þá er ekki við fangelsismálayfirvöld að sakast, heldur fjárveitingarvaldið. Þaðan eiga að koma peningar til uppbyggingar í þessum málaflokki. Það væri auðvitað best ef refsivist gæti hafist sem fyrst eftir að dómur fellur svo fólk hafi þetta ekki hangandi yfir höfði sér svo mánuðum skipti, það gerir engum gott.
Athugasemdir
Ef eitthvað er verra en að vera lokaður inni í fangelsi þá er það sá tími sem beðið er eftir að þurfa að fara inn. Það er allt í uppnámi og lífið verður tipl í kring um biðina. Það hlýtur að hafa legið ljóst fyrir að enginn klefi var laus, þegar vinur þinn var boðaður. Og auðvitað átti þá ekki að boða hann fyrr en það var komið í lag. Minn sonur hefur nokkrum sinnum verið "geymdur" tímabundið á Skólavörðustígnum, þar sem allt er lítið og ekki til langtíma dvalar boðið. En þar eru samt elskulegir verðir. En þessi mál eru ekki í góðu standi, og þar er ekki við fangelsismálastofnun að sakast, eins og þú segir heldur fjárveitingavaldið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2007 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.