Þjóðlendumál

Ég ætla rétt að vona að ríkið hætti þessari vitleysu sem er í gangi í kringum þjóðlendumálið allt saman.

Það er með ólíkindum að þinglýstir kaupsamningar á landi sem gerðir hafa verið skuli ekki vera teknir gildir, eins og hefur gerst á mörgum stöðum.

Þetta mál er þannig að allt snýr á haus. Sönnunarbyrðin er ekki hjá ríkinu, heldur landeigendum.

Hvað ef það kæmi hér aðili sem héldi því fram að hann ætti alla gráa bíla sem eru í umferð í landinu, og í framhaldi myndi hann stefna öllum bíleigendum grárra bíla. Þá þyrfti ég væntanlega að sanna að ég ætti minn gráa bíl fyrir dómi, og leggja útí lögfræðikostnað samfara því. Ef ég hefði gefið einhverjum umboð til þess að skrifa undir kaupsamninginn á bílnum, þá þyrfti ég að grafa upp þetta umboð (sem auðvitað er löngu týnt), að öðrum kosti myndi viðkomandi hirða bílinn.

Þetta er staðan sem landeigendur eru í, það er jafnvel farið aftur í aldagamla kaupsamninga og landamerkjaskipti sem allir eru löngu hættir að taka mið af, enda margir kaupsamningar síðan þeir voru í gildi.

Það er hrein skömm að þessu þjóðlendumáli, og það er alþingi til skammar að hafa hleypt þessum í gegn með þeim hætti sem gert var. Og þær afsakanir sem þingmenn og ráðherrar hafa haft uppi, um að þessi lög séu í praxís allt örðru vísi en þeir reiknuðu með, eru lítils virði. Alþingismenn eru hópur fólks sem er í vinnu við að setja lög og reglur í samfélaginu, þannig að almenningur ætti að geta farið fram á einhverja lágmarks kunnáttu á því sviði.

Hver er hinn raunverulegi tilgangur þjóðlendulaganna?  Spyr sá sem ekki veit. 

 


mbl.is Þjóðlendudómi ekki áfrýjað til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heill og sæll kæri ÖRRI og gaman að finna þig dalamanninn hér í bloggheimum. Alltaf vissi ég að maður gæti fundið í þér réttláta hugsun líkt og umfjöllun þín um þjóðlendumálið sannar. Góð grein

Ég á eftir að fylgjast með þér á síðum netheima. Hafðu það alltaf sem best

Bragi Þór þingeyingur (bragi@bifrost.is)

Bragi Þór (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Þakka góðar kveðjur frá góðum Bjarma-manni. Gangi þér allt í haginn.

Guðmundur Örn Jónsson, 19.3.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband