Gifting samkynhneigðra

Hér er um mjög stórt mál að ræða.

Nú er ég prestur í þjóðkirkjunni (sem sr. Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur myndi kalla "djöfullega stofnun") og þar er einmitt þetta mál ákaflega mikið rætt innan prestastéttarinnar, og óhætt að segja að sitt sýnist hverjum.

Málið er þó í ákveðnum farvegi og vonandi fæst einhver niðurstaða í málið á prestastefnu sem haldin verður í apríl norður á Húsavík.

Það væri fróðlegt að framkvæma skoðanakönnun meðal þjóðkirkjufólks, um afstöðuna til þessa máls, til þess að fá úr því skorið hvar fólk stendur í málinu. Þó þyrfti á einhvern hátt að tryggja öfgalausa umræðu áður, þar sem öll sjónarmið fengju að koma fram, án upphrópana eða særinda.

Oft hefur umræðan verið með þeim hætti að hún er öllum málsaðilum til háborinnar skammar og gýfuryrði hafa fokið, og fólk nánast verið tekið af lífi.

Það væri gaman að heyra hvar gestir bloggsins standa í þessu máli.


mbl.is Svíar líklega fyrstir þjóða til að gifta samkynhneigða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Allir eiga jafna aðgang að þjóðkirkjunni. Það plagar mig akkúrat ekki neitt þótt samkynhneigðir séu gefnir saman í kirkjum þessa lands af prestum þessa lands

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 16.3.2007 kl. 22:07

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Það er hressandi að heyra í mönnum að austan sem liggja ekki á skoðunum sínum.

Guðmundur Örn Jónsson, 16.3.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Fyrir augliti mínu er ALLT af sama LJÓSI

Vilborg Eggertsdóttir, 17.3.2007 kl. 02:04

4 Smámynd: Þorgeir Arason

Ég undrast þessa ákvörðun Svíanna og bíð spenntur eftir viðbrögðum alheimskirkjunnar við henni. Tel ekki líklegt að við Íslendingar förum sömu leið og þeir, a.m.k. ekki í bráð. Persónulega sýnist mér Þjóðkirkjan nú þegar býsna opin samkynhneigðum og ekki þurfa hjónabönd til, t.d. hefur biskup lýst því yfir að hann sjái ekkert því til fyrirstöðu að vígja samkynhneigða einstaklinga til prests. Með kveðju úr Vesturbænum.

Þorgeir Arason, 17.3.2007 kl. 11:33

5 Smámynd: Ester Júlía

Erum við ekki öll börn guðs?  

Ester Júlía, 18.3.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Hér er enginn gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi. (Galatbréfið 3.28). Kannski mætti bæta við: hvorki samkynhneigður né gagnkynhneigður?

Guðmundur Örn Jónsson, 18.3.2007 kl. 23:23

7 identicon

Samkynhneygð er fordæmd af biblíunni, sem er trúarrit kristindómsins. þess vegna er furðulegt að stofnun sem kallar sig kristna skuli leggja blessun sína yfir hana.

Kannski væri betra fyrir þjóðkirkjuna að hætta að kalla sig kristna og bera fremur nafn húmanismans. Þannig myndi hún hætta að vera í ósamræmi við sjálfa sig. 

Sakarías Ingólfsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband