Álver eða moldarkofar?

Mikið yrði það sorgleg niðurstaða ef Hafnfirðingar myndu samþykkja stækkun álvers. Niðurstaða þessarar kosningar er í raun ekki einkamál Hafnfirðinga. Því þeir verða að fá orku í álverið annarsstðar frá, ekki framleiða þeir rafmagnið í Hafnarfirði.

Þessi staða sem upp er komin í Hafnarfirði getur komið upp allstaðar þar sem álver eru. Eigendur segja: "við viljum stækka um helming, og ef það gengur ekki þá erum við bara farnir."  Þetta tangarhald sem álversrisarnir hafa á hverju samfélagi fyrir sig er óhuggulegt.

Hvað gerist ef Reyðarál vill stækka um helming eftir fimm ár? Þá hóta þeir auðvitað bara að fara ef þeir fá ekki að stækka.

Ég trúi því ekki að Húsvíkingar og gamlir sveitungar úr Þingeyjarsýslu vilji í alvöru vera háðir dutlungum einhvers álrisa út í heimi. Þingeyingar hafa hingað til ekki verið tilbúinir að sitja og standa einsog þeim er sagt, heldur frekar þegar þeim hentar. En ef þeir samþykkja álver þá eru þeir búnir að framselja ákveðið vald yfir sjálfum sér úr landi.

Fyrirsögnin hjá mér er tilvísun í ofnotaða tuggu sem álverssinar hafa haldið mikið á lofti. Í þeirra huga er enginn millivegur: Annað hvort fáum við álver eða við förum aftur í moldarkofana. Það sjá allir rökleysuna í þessari fullyrðingu. Á sama hátt gæti ég sagt: Ég hef um tvennt að velja að kaupa bíl uppá 10 milljónir eða hest, enginn millivegur, allt eða ekkert. Lífið er ekki svart eða hvítt.

Ég hvet Hafnfirðinga til að láta reyna á þessa hótun álversins í Straumsvík. Þetta er verðmætt land sem yrði eftirsótt ef álverið færi. Ég hef reyndar ekki nokkra einustu trú á því að álverið fari, því verðið sem þeir greiða fyrir raforkuna er það lægsta sem þekkist á byggðu bóli.


mbl.is Fleiri með en á móti álversstækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað gerist ef Reyðarál vill stækka um helming eftir fimm ár? Þá hóta þeir auðvitað bara að fara ef þeir fá ekki að stækka.

Talandi um rökleysu og ofnotaða tuggu.

Gísli (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 15:08

2 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Þarna sannast hið fornkveðna, meirihluti landsmanna er með álveri eða stækkun álvers, það er að segja bara ef framkvæmdirnar eru á suðvesturhorninu. Ef ég man rétt þá var meirihluti landsmanna á móti álverinu á Reyðarfirði, forðum daga. Hvað segir Þetta okkur? Við vitum ekki hvort landsmenn séu í raun og veru á móti eða með álveri.

Kv. Sir Arnar

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 16.3.2007 kl. 15:42

3 identicon

Fólki er sama um mengun og lón svo lengi sem það er ekki nálægt þeirra búslóðum. Verst að ég búi við verðandi virkjunarstæði, annars gæti mér verið sama.

Benjamín (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband