Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hvítþvegnir sjálfstæðismenn

Alveg er þetta dæmalaust. Þeir sem sváfu á verðinum eru nú verðlaunaðir fyrir sofandaháttinn. Þjóðin kemur auðvitað með að kjósa þá sem hún treystir best, eða hvað?

Það er eiginlega orðið grátlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum halda hlífiskildi yfir fyrrum foringja sínum Davíð Oddsyni. Ef menn telja þjóðinni trú um að þeir þurfi há laun vegna ábyrgðar, þá eiga þeir að sjá sóma sinn í því að axla ábyrgð þegar þeir eru rúnir öllu trausti. En í stað þess að axla ábyrgð á einhvern hátt, þá kýs Davíð að snúa sorglegu endatafli sínu í lélegan farsa. Fer í þykistuleik um læknisheimsókn.  Þetta óneitanlega dapurt á að horfa og í raun skammarlegt.  Það er eins og ónefndur sagði: "forsætisráðherrann Davíð Oddsson væri búinn að fleygja seðlabankastjóranum Davíð Oddsyni öfugum úr Seðlabankanum, og líklega leggja Seðlabankann niður."

Dapurlegar eru síðan umræðurnar sem fram fara á alþingi. Það er morgun ljóst að þar á bæ eru alltof margir sem eru fyrst og fremst að hugsa um hag flokksins, en ekki þjóðarinnar. Karpað er um hver átti hugmyndina að hverju og af hverju.  sjallar segjast hafa verið með öll mál nýrrar ríkisstjórnar í pípunum, og samfylkingin segir að sjallar hafi ekkert viljað gera, sjallar segja á móti að samfylkingin hafi ekkert viljað gera.

Hverslag rugl er þetta eiginlega? Er þetta ekki fullorðið fólk? Er þetta ekki fólkið sem á að redda okkur í þeim hremmingum sem þjóðin er nú stödd í?  Má ég þá heldur biðja dætur mínar, þriggja og sex ára að taka á málunum, frekar en þessa snillinga.  Á meðan fólk karpar um ekki neitt inná þingi er fólk á vonarvöl.  Fólk er að missa vinnuna, fyrirtæki að fara á hausinn, einstaklingar að fara á hausinn, einstaklingar að kikna undan brjálæðislegum afborgunum af hratt fallandi húseignum. 

Ég segi eins og geðlæknirinn fyrir norðan: "Þetta á að vera vitiborið fólk með báðar fætur á jörðinni. Og ef svo er þá hlýtur það að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna."  Gallinn er kannski einna helst sá að lítið virðist vera að gerast annað en að sjallar saka ríkisstjórnina um einelti gagnvart Davíð greyinu Oddssyni, sem nota bene er saklaust fórnarlamb pólitískra ofsókna og ber enga, ég endurtek enga ábyrgð á þróun mála undanfarinna ára í íslensku þjóðfélagi.....NOT!!


mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband