Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Í Fnjóskadal
18.4.2008 | 11:45
Hún Látra-Björg var flökkukona á öldum áður (f. 1716, d. 1784) og flakkaði um sveitir norðanlands og borgaði oft fyrir sig með kveðskap. Margar þessara vísna eru þekktar, aðrar minna þekktar, sumar góðar, aðrar bölvað hnoð. Stundum fékk fólk að finna fyrir því ef henni líkaði ekki viðgjörningurinn, en svo hrósaði hún í hástert ef vel var gert við hana.
Hún kom meðal annars við í Fnjóskadal og samdi þessar tvær vísur:
Í Fnjóskadal byggir heiðursfólk.
Í Fnjóskadal fæ ég skyr og mjólk.
Í Fnjóskadal hef ég rjóma.
Fnjóskadalsketið heilnæmt er.
Fnjóskdælir gefa flot og smér
af Fnjóskadals björtum blóma.
Fnjóskadalur er herleg sveit.
Fnjóskadals vil ég byggja reit.
Í Fnjóskadal hrísið sprettur.
Í Fnjóskadal sést hafur og geit.
Í Fnjóskadal er mörg kindin feit.
Fnjóskadals hæsti réttur.
Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)