Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
"Kjósið, kjósið mig..."
25.11.2008 | 08:32
Það er ljóst að mikið fylgi er við að kosið verði fljótlega, næsta vor. Ég er reyndar alls ekki viss um að stjórnarandstöðuflokkunum sé eitthvað betur treystandi en ríkisstjórnarflokkum. Það var t.d. magnað að hlusta á Ögmund og Þorgerði Katrínu í Íslandi í dag, í gærkvöldi. Ögmundur bauð uppá klisjur, engar lausnir, Þorgerður Katrín var í sömu vörn og oft áður, en kom þó mun betur út.
Ég held að ef kosningar verða næsta vor þá verði að komast nýtt fólk að, ekki sömu gömlu andlitin, hvort heldur þau eru úr stjórnarandstöðu eða stjórn. Ég held þess vegna að kosningar séu ekki raunhæfar fyrr en næsta vor. Með því móti er hægt að mynda nýtt alvöru stjórnmálaafl. Eins og menn tala núna held ég að fólk treysti engum flokki. Annað gildir vissulega um einstaklinga innan flokkanna. Mér hugnast t.d. mikli fremur einstaklingar innan flokka, fremur en heilir flokkar. Fylgispekt við flokka er og hefur alltaf verið hlægileg í besta falli og grátleg í versta falli.
Tæp 70% vilja flýta kosningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótmæli í mótlæti
23.11.2008 | 10:37
Handtaka þessarar ungu frelsishetju og ekki síður afleiðingar hennar eru hreint út sagt kómískar. Mér þótti með hreinum ólíkindum að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar lögreglan hafði spreyjað piparúða á þá sem reyndu að ryðjast inná lögreglustöðina.
Datt fólkinu í alvöru í hug að lögreglan léti það algjörlega óátalið að rúður væru mölvaðar og dyr brotnar upp? Það er nú varla annað hægt en að brosa út í annað þegar maður les viðtal við móður eins "fórnarlambsins" á dv.is. Hún skilur bara ekkert í því að vondu kallarnir hafi úðað piparúða yfir elsku litla engilinn. Ef fólk ætlar að standa í barsmíðum og djöflagangi þá verður það að vera tilbúið að taka afleiðingum þess.
Að öðru leiti er ég mjög hrifin af þeim mótmælum sem fram hafa farið undanfarna laugardaga á Austurvelli, þó mér hafi nú reyndar ekki þótt jafn mikið til ræðumanna síðasta laugardags koma og þar á undan. Þá þótti mér einstaklega vel takast til og ræðumenn blésu kjarki og hugrekki í brjóst landans.
Núna fannst mér Herði Torfa fatast flugið illilega þegar hann hvatti fólk til þess að ganga upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu til þess að frelsa "Bónusflaggarann". Hann mátti auðvitað vita að það yrði allt vitlaust þar. Skipulagið var farið úr mótmælunum og þá er fjandinn laus.
Um leið og fólk fer að beita ofbeldi í mótmælum þá missa þau marks og fara að snúast uppí andhverfu sína, þar sem málstaðurinn hverfur og markmiðið verður bara ofbeldið sjálft. Þetta gerðu menn eins Nelson Mandela, Gandi og fleiri sér grein fyrir og þeirra er minnst sem mikilmenna í sögunni einmitt vegna þeirrar trúar sem þeir höfðu á friðsömum aðgerðum.
Það er svo auðvelt að hætta að taka mark á fólki sem beitir ofbeldi við að ná fram markmiðum sínum og það er einmitt það sem gerist ævinlega og það er einmitt það sem gerðist við lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Það er ómögulegt að láta einhverja ófriðarseggi og ólátabelgi skemma það starf sem er hafið, með eggjakasti og barsmíðum. Að sjálfsögðu hvet ég alla til þess að mæta niður á Austurvöll og láta í sér heyra. Breið og góð samstaða þjóðarinnar gegn sérhagsmunum og eiginhagsmunagæslu er það sem virkar.
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Snillingarnir á DV
17.11.2008 | 18:18
Það er snilldarfréttin á dv.is um afsögn Guðna. Þar halda fræðingarnir á DV því fram að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi ráðlagt Guðna að segja af sér.
Hið rétta er auðvitað að það var Bjarni Harðarson sem ráðlagði Guðna þetta. Hins vegar vitnar Björn Bjarnason í skrif Bjarna Harðar á bloggi sínu. Það er auðvitað gjörólíkir hlutir að vitna í orð annarra eða segja það sjálfur.
Menn verða auðvitað að vanda sig betur á Dv ef einhver á að taka þá alvarlega þar.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra upplýsir á heimasíðu sinni að hann hafi ráðlagt Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, að fara þá leið að hætta sem formaður og á þingi. ,,Við Guðni ræddum þessa ákvörðun í gærkvöldi og ég studdi hann heilshugar í því sem hann er að gera. Ekki vegna þess að mér hugnaðist þessi lending, heldur vegna þess að ég tel að þær aðstæður sem honum voru skapaðar í flokknum hafi verið utan þess sem hægt sé að leggja á nokkurn mann, bloggar Björn.
Í því ljósi má nefna að hart var sótt að Guðna á miðstjórnarfundi flokksins í gærdag. Guðni missti þá stjórn á sér í ræðustól en heimildir DV herma að hann hafi síðar beðist afsökunae á skapofsa sínum. Aðrir telja að Guðni hætti nú til að halda óskertum eftirlaunum sem nema rúmum 800 þúsund krónum á mánuði en sú hætta er fyrir hendi aðp eftirlaunalögum verði breytt. Hvað sem því líður er ljóst að sjónarsviptir verður af brotthvarfi Guðna.
Björn segir á bloggi sínu að skarð verði fyrir skildi eftir að Guðni er hættur. ,,Alþingi verður svipminna og leiðinlegra, eftir að Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hverfur þaðan."
P.S. Nú hefur fréttinni verið breytt á dv.is og er orðin sannleikanum samkvæmt.
Guðna verður saknað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)