Sigur í erfiðum leik
7.12.2008 | 08:34
Sigurinn var góður hjá mínum mönnum í gærkvöldi. En þó er auðvitað stóra fréttin sú að nú koma fréttir af QPR í fyrirsagnarformi á mbl og það er ljóst að nú mun landinn reglulega fá fréttir af gengi þeirra.
Í fimmtugsafmæli sr. Kristjáns í gærkvöldi ræddi ég við Jónatan, kennara í barnaskólanum hér í Eyjum og QPR-mann, um stöðu mála og vorum við sammála um að brátt væri hægt að stofna QPR-klúbb á Íslandi, a.m.k. hér í Eyjum. Staðreyndin er sú að hvergi á landinu eru fleiri QPR aðdáendur en í Vestmannaeyjum, miðað við höfðatölu. Mér telst til að við séum 6 talsins, sem ætti að duga í stjórn og jafnvel líka varamenn í stjórn. Heimaey er m.ö.o. unaðsreitur íslenskra QPR manna. Það hefur allavega ekki gerst áður hjá mér að ég geti droppað inná kaffistofur og rætt þar um stöðu mála minna manna eins og ekkert sé sjálfsagðra og fæ viðbrögð og djúpvitrar umræður um þetta ágæta félag.
Langar svona í lokin til að benda unnendum enska boltans á að það er opinbert á Íslandi að Newcastle eru AUMINGJAR. Þetta er niðurstaðan sem menn komast að á heimasíðu Newcastle á Íslandi.
QPR lagði Úlfana að velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
QPR er á urrandi siglingu þessa dagana með Heiðari Helgusyni og í vor verður glaðst. Ég hef rætt áður um stofnun bloggsíðu eða síðan hér um QPR og stofnun stuðningsmannaklúbbs. Áfram QPR og Ísland!
Jóhann G. Frímann, 7.12.2008 kl. 21:19
Til hamingju með sigurinn Það er gott að geta lesið jákvæðar fréttir þessa dagana. Ekki veitir af í öllu þessu ástandi sem þjóðfélagið er í. Ég styð þá hugmynd ykkar eyjamanna að stofna QPR-klúbb á Íslandi og að höfuðstöðvar þess klúbbs sé í Vestmannaeyjum. Ert þú ekki bara sjálfkjörinn formaður klúbbsins?
Guðmundur Arnar Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.