Snillingarnir á DV
17.11.2008 | 18:18
Það er snilldarfréttin á dv.is um afsögn Guðna. Þar halda fræðingarnir á DV því fram að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi ráðlagt Guðna að segja af sér.
Hið rétta er auðvitað að það var Bjarni Harðarson sem ráðlagði Guðna þetta. Hins vegar vitnar Björn Bjarnason í skrif Bjarna Harðar á bloggi sínu. Það er auðvitað gjörólíkir hlutir að vitna í orð annarra eða segja það sjálfur.
Menn verða auðvitað að vanda sig betur á Dv ef einhver á að taka þá alvarlega þar.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra upplýsir á heimasíðu sinni að hann hafi ráðlagt Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, að fara þá leið að hætta sem formaður og á þingi. ,,Við Guðni ræddum þessa ákvörðun í gærkvöldi og ég studdi hann heilshugar í því sem hann er að gera. Ekki vegna þess að mér hugnaðist þessi lending, heldur vegna þess að ég tel að þær aðstæður sem honum voru skapaðar í flokknum hafi verið utan þess sem hægt sé að leggja á nokkurn mann, bloggar Björn.
Í því ljósi má nefna að hart var sótt að Guðna á miðstjórnarfundi flokksins í gærdag. Guðni missti þá stjórn á sér í ræðustól en heimildir DV herma að hann hafi síðar beðist afsökunae á skapofsa sínum. Aðrir telja að Guðni hætti nú til að halda óskertum eftirlaunum sem nema rúmum 800 þúsund krónum á mánuði en sú hætta er fyrir hendi aðp eftirlaunalögum verði breytt. Hvað sem því líður er ljóst að sjónarsviptir verður af brotthvarfi Guðna.
Björn segir á bloggi sínu að skarð verði fyrir skildi eftir að Guðni er hættur. ,,Alþingi verður svipminna og leiðinlegra, eftir að Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hverfur þaðan."
P.S. Nú hefur fréttinni verið breytt á dv.is og er orðin sannleikanum samkvæmt.
Guðna verður saknað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaman að hitta þig 'hérna' eftir svona mörg ár..Orðið giska langt síðan við unnum og skemmtum okkur saman í Kea Nettó.
Kíktu endilega við á síðuna okkar og tékkaðu á.
Kv Binni,Elmar og ég veit að hann biður líka að heilsa þé hann Rósi.
Brynjar Davíðsson, 17.11.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.