Að sameinast í sundrung

Mér þykja slæmar fréttirnar úr minni gömlu heimabyggð þar sem undarlegum lagagreinum er beitt fyrir sig í þessu sameiningarmáli.  Ég efast ekki um að menn hafi lögin með sér, en það hlýtur alltaf að vera sterkara að hafa íbúana með sér þegar kemur að svona sameiningarákvörðunum.

Svo er ekki laust við að manni finnist það undarlegt þegar menn hlaupast undan merkjum og skipta um lið í miðri á, en það virðist þó verða æ algengara í pólitíkinni, sbr. þing og borgarstjórn.

Vel getur verið að menn finni engin rök gegn sameiningu eins og Haraldur Bóasson sagði í fréttum, en finnst svo er þá ætti ekki að vera mikið mál að sannfæra íbúa í Þingeyjarsveit og Aðaldal um að það sé rétt. 

Mér sýnist sem svo að íbúar sveitarfélaganna hafi ekki fengið að vita hvað muni fást útúr þessari sameiningu.  Skýrslan sem unnin var gekk útfrá sameiningu þriggja sveitarfélaga, en ekki tveggja.
Skólamálin koma án efa til með að verða erfiðust í þessu máli og þess vegna eðlilegast að búið sé að ganga frá þeim þegar kemur að sameiningu.
Í raun vita menn ekkert hvað sameining þýðir fyrir íbúana annað en að nýtt nafn verður sett á sveitarfélagið og það er ekki ýkja góð ástæða fyrir sameiningu.
Ef til vill þýðir sameining ekkert nema endalaust góðæri og blóm í haga, en þá er a.m.k. rétt að halda því til haga og upplýsa um þær grænu grundir og smjördrjúpandi strá.

Svo sýnist manni enn vera nokkuð í land með að íbúar Þingeyjarsveitar hugsi og upplifi sig sem íbúa í sama sveitarfélagi.  Það er verkefni sem ég held að væri betra að klára áður en rokið er í að sameina frekar.


mbl.is Meirihlutinn í Þingeyjarsveit fallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband