Að vera hress!!!

Ég man eftir bónda fyrir norðan sem var (og er) alveg sérstaklega orðvar, og reyndi alltaf að sjá eitthvað gott í öllum.  Einu sinni flutti fólk nýtt fólk í sveitina, og eins og gengur var mikil gleði með ný andlit í ört minnkandi sveitasamfélagið.  Fólk reyndi að gera sér far um að kynnast nýja fólkinu og gerði sér jafnvel ferðir á bæinn til að bjóða þau velkomin. 

Þegar fram liðu stundir varð fólki í sveitinni ljóst að hinir nýkomnu voru engan vegin slíkur happafengur fyrir sveitina og menn höfðu vonað í upphafi, húsbóndinn á heimilinu reyndist hinn mesti búskussi, og eiginlega hálfgert dusilmenni, sem tók uppá því að setjast hreinlega uppá bæjum heilu og hálfu dagana, á meðan konan og börnin áttu að sinna búinu.  Þetta var einfaldlega ekki að ganga upp og sveitin öll búin að fá algjörlega nóg af bóndanum og var það mál manna að þarna væri á ferðinni hreinræktað fífl, jafnvel hálviti.

Bóndinn orðvari var þögull nokkra stund þegar nýi bóndinn barst í tal og hálvitaskapur hans.  Síðan sagði hann: "Það má vera að þetta sé allt saman satt, en HANN ER HRESS".

Þetta kallar maður að vera jákvæður. 

Mér datt þetta svona í hug í sambandi við allar þær hrakfarir sem hún Britney, blessunin, Spears hefur verið að ganga í gegnum undanfarið.  Eflaust þekkjum við einhverja svona "hressa" í kringum okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband