Allt gengur upp hjá Magnúsi Kristinssyni!!!

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá komu Bergeyjar VE 544 til Eyja.  Í kjölfarið var viðtal við Magga Kristins, sem á útgerðina Berg-Huginn (og reyndar Toyotu og fleira).  Maggi var spurður hvort þetta myndi allt saman ganga upp í ljósi kvótaskerðingarinnar og Maggi svaraði: "Það gengur allt upp sem ég geri".

Þetta svar lýsir skemmtilegum töffaraskap og auðvitað ákveðnum húmor líka.

Ég átti töluverð samskipti við Magga þegar ég kom hingað til Eyja, þar sem hann var formaður sóknarnefndar.  Þau samskipti voru alltaf góð, enda maðurinn einstaklega röskur og laus við allt "bullshitt".  Málin voru afgreidd og gengið hreint til verks með skjótum og öruggum hætti.  Þetta gekk að sjálfsögðu upp!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Enda á maðurinn nóg af peningum, http://www.flugnet.com/index.php?subaction=showfull&id=1186799597&archive=&start_from=&ucat=2& Kaupir sér bara það sem honum dettur í hug. Svona er nú auðæfum heimsins misjafnlega skipt á milli manna.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 15.8.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Kann rétt að vera frændi, en hann gleymir hins vegar ekki hvaðan auðæfin eru sprottin, og skilar miklu til samfélagsins hér í Eyjum.

Guðmundur Örn Jónsson, 15.8.2007 kl. 18:24

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Spurning hvort við breytum ekki brúðkaupsáætluninni.  Höldum veisluna útí Elliðey og fáum þyrluna hjá Magga til að láta fljúga með okkur útí Eyju

Guðmundur Örn Jónsson, 15.8.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband