Þríburar
15.8.2007 | 12:15
Félagi minn og fóstbróðir, Hilmar, er orðinn pabbi í annað sinn. Það munar þá ekkert um það þegar slíkt gerist, það fæddust þríburar, tvær stelpur og einn strákur. Mig langar til að óska þeim Hilmari og Thelmu til hamingju, og auðvitað stóra-stóra-stóra bróður, Guðjóni Valberg líka.
Ég segi nú ekki annað en að það er meira en að segja það að eignast þríbura. Þrennt af öllu og síðan verður að huga að bílakaupum, nánast rútu í fullri stærð. Ég veit reyndar að þau koma til með að standa sig vel, en það er nokkuð ljóst að það verður í nógu að snúast. Það er ekki eins og bændur geti tekið sér fæðingarorlof og farið í frí frá búinu.
Núna eru litlu stubbarnir á vökudeild í Reykjavík, fjarri heimahögunum, og heilsast bara vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.