Til hamingju Eyjamenn!!
14.8.2007 | 00:41
Það er svo sannarlega gaman að taka á móti nýju skipi hér í Eyjum. Það er engan bilbug að finna á mönnum hér þrátt fyrir kvótaskerðingu. Ég er nú reyndar ekki að halda því fram að skerðingin komi ekkert niður á Eyjamönnum, því það gerir hún vissulega eins og hjá svo mörgum öðrum, hringinn í kringum landið.
Bergey er fimmta skipið sem ég kem að með blessun og önnur nýsmíðin, hitt var Vestmannaey. Það er alltaf mikil hátíðarstemming í bænum þegar annað hvort nýtt skip kemur, hvort sem er eftir breytingar, nýsmíði eða ný kaup.
Ég óska útgerð Bergs-Hugins til hamingju, sem og áhöfn Bergeyjar.
Svo styttist í fleir skip hér í Eyjum.
![]() |
Mikill fjöldi tók á móti Bergey VE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.