Ó ljúfa veröld

Ég er alinn upp við það viðhorf að Vilmundur Gylfason, heitinn, hafi verið kyndilberi réttlætisins í íslensku samfélagi. Ég las ljóðin hans, sem eru full af trega og sársauka og höfðu þau mikil áhrif á mig, og hafa enn þann dag í dag.
Þetta er eitt af mínum uppáhalds ljóðum. Datt í hug að skrifa það hér niður eftir gloppóttu minni mínu. Ef einhver man þetta betur, þá látið vita.

Ó ljúfa veröld veistu það
að vindar lífsins blása að
og börnin litlu bjóða góðar nætur.

Og veistu meira veröld mín
að vonin hverfur inn til þín
en fyrir utan ungur maður grætur.

Í leit að því sem liðið er
þá lifnar dauðinn fyrir mér
í dögun þá er dagurinn minn að falla.

En ó hve mig langar að líkjast því
sem lifir og deyr, en vaknar á ný
Í eyðimörk lífsins er angandi blómstur að kalla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Sæll frændi. Þetta er nokkurn vegin rétt hjá þér. En held þó að fyrsta línan sé svona. Ó ljúfa veröld veistu það og svo kemur  að vindar lífsins blása að. Annars samdi ég lag við þetta ljóð í maí 1985 og er búinn að raula þetta nokkuð oft og held reyndar að við höfum sungið þetta saman á sínum tíma í sveitinni og kannski á ferðalögum okkar um landið.

Kveðja að austan og 8. sept er klár.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Takk fyrir það frændi, það leiðréttist hér með. Ég raula ennþá lagið sem þú samdir við þetta ljóð, enda afar gott lag.

Guðmundur Örn Jónsson, 10.8.2007 kl. 15:53

3 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Við erum nú meiru karlarnir. Það vantar erindi hjá okkur í þetta. En svona er endanleg útgáfa á þessu ljóði. Og þetta er að finna í bókinni Ljóð Vilmundar.

Ó ljúfa veröld veistu það

að vindar lífsins blása að

og börnin litlu bjóða góðar nætur.

Veistu meira veröld mín

að vonin hverfur inn til þín

en fyrir utan ungur maður grætur.

 

Og  hverfur allt sem eitt sinn var

og enginn veit hvað nú er þar

ég hef grátið gæfu mína þangað.

Því horfinn er ég heim til mín

og hugsa gjarnan vel til þín

eitt sinn hefur troðinn gróður angað.

 

Í leit að því sem liðið er

þá lifnar dauðinn fyrir mér

í dögun þá er dagur minn að falla.

En ó hve mig langar að líkjast því

sem lifir og deyr- en vaknar á ný

í eyðimörk lífsins er angandi blómstur að kalla

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband