Vér mótmælum allir!

Mér finnst orðalag þessarar fréttar alveg með ólíkindum. 

Aðgerðasinnar úr röðum Saving Iceland létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í dag er þeir klifruðu upp á Ráðhús Reykjavíkur og hengdu þar upp borða með áletruninni „Vopnaveita Reykjavíkur?“.

Það er eins gott að verða ekki fyrir þegar aðgerðasinnar láta til skara skríða.  Mótmælendur hengdu upp borða utan á ráðhús Reykjavíkur og það er fjallaðu um málið á sama hátt og um hryðjuverk hafi verið að ræða, maður býst við að fréttinni fylgi hversu margir hafi fallið.

Ég skil aðgerðasinna að mörgu leyti.  Fólk upplifir sig oft á tíðum svo lítið og máttlaust þegar kemur að samskiptum við stjórnvöld.  Fólki er sagt að það geti skilað inn athugasemdum um einhver mál sem upp koma.  En oftar en ekki er ekkert gert með slíkar athugasemdir.  Mér dettur í hug samskipti bæjarstjórnar Kópavogs við íbúa sína á Kársnesinu, aðdragandinn að Kárahnjúkavirkjun, og núna nýjasta dæmið um mótmæli íbúa á ákveðnu svæði í Reykjavík við því að heimili fyrir heimilislausa verði komið fyrir í götunni hjá þeim.  Í því tilfelli sagði borgastjóri einfaldlega að hann harmaði að hafa ekki haft betra samráð við íbúana, en ákvörðuninni yrði ekki breytt.  Ég ætla ekki endilega að taka undir málflutning íbúanna, eða borgarstjórans í þessu máli.

Frægasta aðgerð aðgerðasinna í seinni tíð var líklega þegar bændur fyrir norðan sprengdu Laxárvirkjun.  Þar upplifðu landeigendur sig máttvana gagnvart stjórnvöldum, og svöruðu fyrir sig svo um munaði.  Félagi minn og vinur úr guðfræðideildinni, Ævar Kjartansson, (1/3 af "hinni heilögu þrenningu") tók einmitt þátt í þeirri aðgerð, þá rétt liðlega tvítugur. 

Já ég skil þegar fólk grípur til aðgerða þegar öll önnur ráð hafa verið reynd til þess að fá þá sem stjórna til að hlusta.  Það er alltaf vont þegar fólk upplifir að ekkert sé gert með það sem það hefur að segja.


mbl.is Aðgerðasinnar hengdu borða á Ráðhús Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Gott innlegg og þarft. Dómur götunnar yfir krökkunum er að þetta séu iðjuleysingjar og aumingjar en ég segi, þau ganga í skítverkin fyrir okkur hin sem vildum gjarnan leggja okkar af mörkum í mikilvægum málum en sitjum pen heima og rífum kjaft oní naflann á okkur. Ég fylgdist með hetjunum í Mývatnssveit, Arngrímur kennari minn frá Laugum var í flokknum sem sprendi og fékk dóm fyrir. Ekki vissi ég að skólabróðir minn Ævar Kjartanasson hefði verið með í hópnum sem sprendi mannvirkið við Laxá, en álit mitt á Ævari sem er ærið fyrir, hækkar um nokkur stig.

Pálmi Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband