Sagan endalausa

Baráttan heldur áfram og Bandaríkjamenn virðast fyrir löngu vera búnir að fyrirgera rétti sínum til hersetu í Írak, ef þeir hafa þá nokkurn tíman haft þann rétt.

Með hverjum saklausum borgara sem hersetuliðið myrðir í Írak, eykst andstaðan gegn vesturlöndum, og samúðin með málstað hryðjuverkamanna eykst líka.  Næsta skref er brottflutningur herja frá Írak.  Það er nú ekki líklegt að það verði mikil reisn yfir þeim flutningum, en þetta verður að gerast, ef einhver lausn á að finnast í málinu.

Þó er ekki líklegt að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að fara úr landinu með skottið á milli lappanna.  Og á meðan stoltið er að flækjast fyrir mönnum, þá heldur þessi vitleysa áfram, það er nokkuð ljóst.

Krafan hlýtur að vera að þjóðir mið-austurlanda fái að stjórna sér sjálfar án þess að vesturlönd séu að skipta sér af málum þar með þeim hætti sem þau hafa gert allt framá þennan dag.  Það er auðvitað sjálfsagt að veita aðstoð, en aðstoð er ekki það sama og hernaðaríhlutun, innrás eða herseta.

Hvernig stendur á því að vesturlönd geta með engu móti treyst fólki annarsstaðar í heiminum til að stjórna sér sjálft?  Fólk í mið-austurlöndum hlýtur að vera orðið langþreytt á að litið sé niður á það.  Það hlýtur að vera orðið þreytt á því að fá ekki að stjórna sínum málum sjálft.  Með endalausum afskiptum er verið að tryggja að hófsamir komist ekki til valda á þessum slóðum.  Hinir hófsömu vilja samvinnu og samræður við vesturlönd.  Á sama tíma segja vesturlönd að fólki þarna sé ekki treystandi, og þá kallar almenningur eftir skarpari skilum og þar með er stjórn harðlínumanna tryggð áfram. 

Þetta er þrátefli sem þarf að vinda ofan af.  Vesturlönd verða að sýna aröbum traust til að stjórna sínum málum og þá slaknar á ástandinu, og þá er meiri von til þess að hófsemdarfólk komist að til að stjórna.


mbl.is Bandaríkjaher sakaður um að hafa myrt saklausa borgara í loftárásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband