Að slá met

Það er alltaf gaman að slá met, engin spurning.  En maður hlítur að velta fyrir sér, af hverju?

Við sjáum að í Kópavogi er mikið slys í uppsiglingu með byggingu sem stendur í bakgarði Smáralindar.  Þessi bygging á að verða hæsta bygging Íslands.  Manni finnst nú hreinlega að umferðin á þessum slóðum sé nú þegar langt yfir þeim mörkum sem gatnakerfið þolir, en hvernig ætli staðan verði með tilkomu háhýsisins (sem þó er eins og kofi við hliðina á byggingunni í Dubai).

Það hefur verið sagt um Kópavog að þeir sem einu sinni villast þangað inn, komist aldrei þaðan út, a.m.k. seint og oft við illan leik.  Ég starfaði eitt sumar við póstburð í Kópavogi og lærði að þekkja mig nokkuð þar.  Þar komst ég sjálfur að raun um hversu mikið skipulagsslys Kópavogur er.  Menn virðast hafa byggt nákvæmlega eins og andinn blés þeim í brjóst og skeyttu engu um einhverja heild.  Ég hélt svei mér þá að menn hefðu eitthvað lært af sögunni.  En það er greinilega stór misskilningur. 

Ég kvíði því þegar stórhýsið við Smáralindina verður komið í fullan "sving".  Ég er nú samt ekkert að missa svefn yfir þessu, en maður sér það í hendi sér að fólk muni frekar leita annað en í Smáralind, til að forðast umferðarteppu.  Kannski er Gunnar bæjarstjóri að leggja sitt að mörkum til að auka verslun á Laugaveginum?


mbl.is Hæsta bygging í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband