Mark er mark

Ég er aðeins að velta fyrir mér þessari frétt, þ.e.a.s. hver hin eiginlega frétt er. Auðvitað stendur mark ÍA, sama hvort félögin koma með sameiginlega yfirlýsingu eður ei. Alveg eins og mark Maradona stóð gegn Englendingum forðum, þó alþjóð hefði séð að hönd Guðs, var bara hönd hins dauðlega Maradona.

Það hefði hins vegar verið stór frétt (og raunar stór skandall) ef mark ÍA hefði ekki staðið.

Stóra málið í þessu er að allur ágreiningur er úr sögunni, og menn kjósa að horfa fram á veginn, en ekki sitja við þennan leik og velta fyrir sér hvað hver gerði eða sagði, á meðan á leik stóð eða eftir leik. Yfirlýsingin segir enda að gert sé gert og sagt sé sagt og ekkert meira með það.


mbl.is Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur einhver frætt mig um það hvers vegna Bjarni mátti ekki skora þetta líka ágæta mark? Það vantar botnin í þessa frétt. Kannski er ég ekki nógu fróður um leikreglurnar í knattspyrnunni. En gæti einhver varpað ljósi á brot hins ágæta fótboltamanns Bjarna Guðjónssonar gagnvart mótherjanum?

KV,
S

Sverrir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:32

2 identicon

"Seinna mark ÍA ... var ekki í samræmi við þau gildi sem heiðarlegur leikur grundvallast á"

Sverrir ef þú hefur ekki réttlætiskennd til að skilja þetta eins og það er skrifað þá skalltu hætta að reyna að skilja þetta strax.

grétar (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:38

3 identicon

Ágæti Grétar,
Þar sem ég var ekki á landinu þegar umrætt atvik átti sér stað og sá leikinn ekki í sjónvarpi gætir þú þá frætt mig um aðdragandann að þessu og útskýrt fyrir mér í fáeinum hnitmiðuðum orðum hvernig heiðarleikinn sem þú talar um var fyrir borð borinn. Þetta kemur ekki fram í fréttinni. Lá markvörðurinn t.d. óvígur á vellinum eða eitthvað í þá veru? Ef svo er þá skil ég vel ástæðuna fyrir gremju mótherjans og að Bjarni hafi farið út fyrir mörk heiðarlegrar knattspyrnu.

Kv,
S

Sverrir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband