Yfirlýsingar á yfirlýsingar ofan
6.7.2007 | 00:13
Öll þessi deila verður ansi hjákátleg, þegar haft er í huga að hér eru fullorðnir karlmenn að leika sér af áhuganum einum (það er a.m.k. ekki opinbert að íslenskir knattspyrnumenn séu atvinnumenn hérlendis). Í þessu samhengi langar mig að benda á blogg Kára Auðar Svanssonar, til að menn setji vandamálið í rétt samhengi.
En í bloggi sínu segi Kári meðal annars:
Stjarnfræðilegum upphæðum er mokað í knattspyrnudindla fyrir að leika sér með bolta eins og krakkar, en á meðan lepur hátt í helmingur jarðarbúa dauðann úr skel, og ótaldar eru þær milljónir sem látast ár hvert úr sjúkdómum sem hægt er að lækna með einni sprautu hér á Vesturlöndum.
Vildi bara benda á hversu vandamál þessara fullorðnu stráka er léttvægt. Ég segi nú bara ekki annað en að mikið vildi ég að þetta væri stærsta vandamálið sem heimurinn þyrfti að glíma við.
![]() |
Yfirlýsing frá Keflvíkingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.