Að grýta konur til dauða

Grýtt til dauðaÞað var óhuggulegt myndbandið sem ég fékk sent til mín í tölvupósti í dag.  Þar sést þegar tvær konur eru grýttar til dauða í Íran. Það er með ólíkindum að slíkt skuli enn viðgangast í dag í skjóli og fyrir tilstuðlan stjórnvalda í nokkrum löndum.  Raunar á ég erfitt með að skrifa undir dauðarefsingu, sama hvernig hún er framkvæmd.  En í tilfelli þeirra landa sem hér um ræðir (Íran, Pakistan, Afganistan, Nígería og Sádi Arabía) þá eru það einkum konur sem grýttar eru til dauða. Sem sýnir okkur að enn er langt í land á mörgum stöðum.  Það er á svo mörgum stöðum í heiminum sem konur eru ekki að berjast fyrir jöfnum launum, heldur jafnri tilvist í heiminum.  Að líf þeirra sé metið, ekki bara til jafns við karlinn, heldur til einhvers.

Ég er alls ekki að gera lítið úr launajafnréttisbaráttunni með þessum orðum, heldur vekja aðeins athygli á því hversu vandamálin eru ólík.

Ég hvet ykkur til þess að kíkja á þessa síðu, þar sem þetta myndband er að finna.  þarna er einnig hægt að senda Mohammad Khatami, forseta Írans "bænaskjal".

A.T.H. Þetta myndband er alls ekki fyrir viðkvæma, jafnvel þó myndgæðin séu döpur, þá er upplifunin mjög sterk og óhugguleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband