Nú sefur Gestur rótt

Auðvitað koma það Gesti ekki á óvart að Jón Ásgeir yrði sýknaður, enda var hann sjálfur búinn að lýsa furðu sinni á því, í Kastljósi, að jafn áhrifamikill og ríkur maður eins og Jón Ásgeir væri sóttur til saka. Nú getur Gestur aftur sofið rólega í þeirri vissu að ríkir menn og valdamiklir verði aldrei aftur sóttir til saka. Það er auðvitað skandall fyrir þá sem hafa átt svo mikinn þátt í því að bæta hag landsmanna þurfi síðan að sitja á sakamannabekk. En því miður hefur þó sú ósvinna átt sér stað í sögunni, en vonandi að nú verði slíkt ekki endurtekið.
Ég mæli með því að komið verði á sérstöku lagakerfi fyrir hina ríku og valdamiklu, eða ríka og fallega fólkið.
Að öðru leyti hef ég enga skoðun á Baugsmálinu, enda algjörlega skoðanalaus maður.
mbl.is Gestur: „Vissulega átti ég von á að hann yrði sýknaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband