Landinu rænt til að afhenda Landsvirkjun

Enn valda úrskurðir óbyggðanefndar usla og óánægju. Í þeim úrskurði sem tekinn er fyrir í þessari frétt, þá kemur tilgangur þjóðlendulaganna svo vel í ljós. Nefnilega sá að ríkið er að mylja undir sig jarðar bænda og annarra landeigenda til þess að nota í eigin þágu (þurfa ekki að borga viðkomandi bætur þegar ríkið eða Landsvirkjun ætlar að framkvæma). Þetta er einmitt það sem ég hef alltaf haldið fram og fundist undarlegur framgangurinn í öllu þessu máli.

Ný landamerki hafa verið dregin upp með einu pennastriki sem minnir svolítið á aðfarir manna við skiptingu Afríku á sínum tíma, eða skiptingu Evrópu eftir fyrra stríð, það var gerræðislegt og þetta þjóðlendumál líka. Það getur ekki talist eðlilegt að gengið sé svona hart fram gagnvart landeigendum. Það er ekki eins og hér sé um stóreignafólk eða milljarðamæringa að ræða sem hafa efni á að atast í réttarsölum með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn.


mbl.is „Þetta er bara rán"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband