Frida Kahlo, goðsögn sem lifir.

Nú væri gaman að skella sér til Mexíkó og sjá þessa mögnuðu sýningu. Frida er nefninlega í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónaleysunum, svo miklu að eldri dóttir okkar kaus að fæðast á afmælisdegi listakonunnar, vonandi að lífshlaup hennar verði ekki markað sömu erfiðleikum og líf Fridu.
Annars var Frida alveg stórmerkileg kona sem skildi eftir sig dýpri spor í listasögunni en flestar kynsystu hennar hafa gert, þrátt fyrir endalaust mótlæti.
Mæli eindregið með bók sem um hana var skrifuð og þýdd á ástkæra ylhýra, síðan var myndin svosem ágæt líka, svo langt sem hún náði.
mbl.is Þriðjungur verka Fridu Kahlo sýndur í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband