On top of the world
22.5.2007 | 20:44
Ekki hefur þetta verið gáfulegt símtal. Baber sagði: "Það er kalt, þetta er frábært, Himalæfafjöllin eru um allt." Það er kalt!!! Himalæjafjöllin eru um allt!!! Við hverju bjóst maðurinn eiginlega, að það væri hlýtt?? Að Himalæjafjöllin hefðu horfið??
Svipað símtal átti sér stað í Smugunni á sama tíma: "Það er sjór um allt!!!
Já það er stórkostlegt að geta talað í síma á toppi Everest, en það er að sama skapi lélegt að hafa ekkert betra að segja þegar á toppinn er komið.
Fyrsta símtalið af tindi Everest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hahahaha.....já það hefði nú kannski verið sniðugt að láta andann blása sér í brjóst og segja eitthvað stórmerkilegt......koma með lausn á fátækt í heiminum, jafna stöðu kynjanna út um allan heim, eyða hungursneyð, koma á heimsfriði svo að eitthvað brýnnt sé nefnt ! Kveðja, Sunna
Sunna Dóra Möller, 22.5.2007 kl. 20:50
Já, þó ekki hefði verið annað en að setja saman vísu eða eitthvað í "þetta-er-lítið-skref-fyrir-mig-en-stórt-skref-fyrir-mannkynið"-stílnum.
Guðmundur Örn Jónsson, 22.5.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.