Gamli sorrý Gráni...
22.5.2007 | 14:50
Merkileg umfjöllun Kastljóssins í gær um hestaslysin. Þar kom fram að það er ekki hægt að kalla sig alvöru hestamann fyrren maður hefur dottið 10 sinnum af baki.
Mér datt í hug tilsvar Megasar í þessu sambandi, þegar hann var spurður að því af hverju hann semdi svona andstyggilega texta um konur, en fallega og tregafulla texta um hesta? Meistarinn svaraði: "Það er vegna þess að ég er svo skíthræddur við hesta. Maður veit aldrei hverju þeir taka uppá; kasta manni af baki, eða sparka í mann. En konur eru ósköp meinlausar."
Gott svar hjá meistaranum og ég deili þessari skoðun að nokkru með honum, þ.e. ég er skíthræddur við hesta, þó ég sé alinn upp í sveit. Ég er ekki eins hræddur við konur og hesta, án þess að ég ætli mér eitthvað lengra í þessum samanburði, búandi við kvennaveldi á heimilinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.