Fylgi Framsóknar minna í dag en í gær!
11.5.2007 | 20:17
Ég held satt að segja að það væri hið besta mál að skipta um ríkisstjórn. Það er komið sama einkenni á stjórnarflokkana eins og var í Reykjavík hjá R-listanum. Valdahroki og yfirgangur. Það er engum hollt að sitja of lengi við stjórnvölin, og allra síst í pólitík. Núverandi stjórnarflokkar eru komnir fram yfir síðasta söludag og þurfa pásu. Nákvæmlega eins og R-listinn. Eftir langa setu í stjórn er hætt við því að menn gleymi hvaðan þeim kemur valdið. Hættan er sú að menn haldi að þeir sitji við stjórn í krafti sjálfs síns eða flokksins, en ekki fólksins í landinu sem kaus þá.
Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.