Já nú er gaman!
21.4.2007 | 22:51
Stóru tíðindi dagsins eru þau að Q.P.R. tryggði sæti sitt í ensku 1. deildinni. Leeds tapaði og þar með er sæti minna manna öruggt. Eins og staðan er þá eru þeir í 18. sæti, sem er nú reyndar ekki sérlega glæsilegur árangur, en þó betri árangur en hjá þeim sem falla. Bendi á þessa slóð, þar er hægt að raula Q.P.R. slagara (þeir eru margir slagararnir sem eru klárlega bannaðir innan 18, eins og þessi hér) Gaman að sjá hversu mikill kærleikur er milli minna manna og Chelsea.
Já nú er gaman að vera Q.P.R.-maður, þó ég hafi reyndar sagt annað um daginn. Ég held að fyrir næsta tímabil ættu mínir menn að leyta hófanna á Íslandi varðandi fjármagn til leikmannakaupa. Það er víst ábyggilegt að nóg er til af fjársterkum aðilum sem vilja styðja við bakið á jafn merkilegu liði og Q.P.R. Ég var til að mynda á bílasýningu Toyota hér í Eyjum í dag, þar var skrifað undir samstarfssamning á milli Toyota og ÍBV og Maggi Kristins klæddist að sjálfsögðu íþróttatreyju með númerinu 44. Frábært framtak hjá Magga, hann er trúr sínum uppruna og óþreytandi að styðja við bakið á góðum málum hér í Eyjum sem annars staðar.
Það er spurning hvort ég læði ekki þeirri hugmynd að Magga að Q.P.R. vanti góðan bakhjarl í framtíðinni (það er a.m.k. mun betri kostur en Stoke)
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.